Aldrei áður jafn heitt í Evrópu

Í París 25. júlí 2019.
Í París 25. júlí 2019. AFP

Nýliðið ár var næst heitasta ár sögunnar frá því mælingar hófust. Nýliðinn áratugur er sá heitasti frá því mælingar hófust. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Kópernikus, loftslagsstofnun Evrópusambandsins.

Árið 2016 er eina árið sem hefur verið hlýrra á jörðinni frá því mælingar hófust en hlýindin þá eru meðal annars rakin til óvenjusterks El Niño. Meðalhitinn árið 2019 var hins vegar aðeins örlitlu lægri en það ár, eða 0,04 gráðum á Celsíus. Síðustu fimm ár eru þau heitustu frá því mælingar hófust og tímabilið 2010-2019 heitasti áratugurinn, samkvæmt skýrslu Copernicus Climate Change Service (C3S). 

Síðasta ár var það heitasta í Evrópu frá upphafi mælinga. Allar árstíðir voru hlýrri árið 2019 í Evrópu en áður og í nokkrum ríkjum Evrópu voru sett hitamet bæði að sumri og vetri. Til að mynda var desember 3,2 gráðum hlýrri en á tímabilinu 1981-2010.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert