Boeing prófaði nýjan risa

Starfsmenn Boeing fylgjast spenntir með nýja risanum, 777X, renna í …
Starfsmenn Boeing fylgjast spenntir með nýja risanum, 777X, renna í hlað eftir sitt fyrsta prufuflug. AFP

Banda­ríski flug­véla­fram­leiðand­inn Boeing prófaði í gær nýja flug­vél, Boeing 777X, en vél­in er stærsta tveggja hreyfla flug­vél heims. Prufuflugið fór fram nærri höfuðstöðvum Boeing í grennd við Seattle og flaug vél­in í fjóra tíma.

Flugið gekk að ósk­um, sem hljóta að telj­ast gleðifregn­ir fyr­ir Boeing, sem hef­ur átt erfitt upp­drátt­ar und­an­farið ár eft­ir að tvö ban­væn flug­slys MAX-véla fyr­ir­tæk­is­ins kostuðu 346 manns­líf og leiddu til alþjóðlegr­ar kyrr­setn­ing­ar helstu sölu­vöru fyr­ir­tæk­is­ins sem ekki sér fyr­ir end­ann á.

Flugfélagið Emirates í Sameinuðu arabísku furstadæmunum verður fyrsta flugfélagið til …
Flug­fé­lagið Emira­tes í Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um verður fyrsta flug­fé­lagið til að hag­nýta sér þess­ar nýju risa­vél­ar Boeing. AFP

Fimm­tíu og fimm millj­arða lista­verð

Boeing seg­ist hafa selt 309 777X-vél­ar til þessa, en hver og ein vél kost­ar yfir 442 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala sam­kvæmt verðlist­um Boeing, jafn­v­irði 55 millj­arða ís­lenskra króna eða þar um bil.

Flug­fé­lagið Emira­tes í Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um verður fyrsta flug­fé­lagið til að hag­nýta sér þess­ar nýju risa­vél­ar Boeing, en frek­ari próf­ana er þörf áður en að hægt verður að af­henda vél­arn­ar þangað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert