Fimmtungur finnur fyrir umhverfiskvíða

Fremst er Ok, sem var jökull en er það ekki …
Fremst er Ok, sem var jökull en er það ekki lengur. Í baksýn er horft til Þórisjökuls, sem gæti einnig horfið líkt og fleiri íslenskir jöklar ef loftslag heldur áfram að hlýna eins og spáð er. mbl.is/RAX

Fimmt­ung­ur full­orðinna Íslend­inga seg­ist al­mennt finna fyr­ir um­hver­fisk­víða að því er fram kem­ur í Þjóðar­púlsi Gallup.

Hug­tök­in lofts­lagskvíði og um­hver­fisk­víði eru til­tölu­lega ný af nál­inni en áhyggj­ur fólks af um­hverf­is­mál­um og framtíð þeirra hafa verið sí­fellt meira í umræðunni. Með um­hver­fisk­víða (eco anx­iety) er átt við kvíða sem teng­ist nei­kvæðum um­hverf­isáhrif­um af manna­völd­um, eins og meng­un eða lofts­lags­breyt­ing­um. Fleiri segj­ast hins veg­ar al­mennt finna fyr­ir litl­um um­hver­fisk­víða, eða nær 56%, og tæp­lega 23% segj­ast hvorki finna fyr­ir mikl­um né litl­um kvíða.

Ríf­lega helm­ing­ur lands­manna hef­ur áhyggj­ur af þeim af­leiðing­um sem lofts­lags­breyt­ing­ar geta haft á þá og fjöl­skyld­ur þeirra, sam­kvæmt um­hver­f­is­könn­un Gallup sem var gerð í byrj­un árs og verður kynnt á um­hverf­is­ráðstefnu Gallup í Hörpu 19. fe­brú­ar næst­kom­andi.

Þar kem­ur einnig fram að rúm­lega þrír af hverj­um fjór­um hafa nokkr­ar eða mikl­ar áhyggj­ur af hlýn­un jarðar. Kon­ur finna frek­ar fyr­ir mikl­um um­hver­fisk­víða en karl­ar, og yngra fólk frek­ar en eldra. Þeir sem hafa meiri mennt­un finna líka frek­ar fyr­ir mikl­um um­hver­fisk­víða en þeir sem hafa minni mennt­un.

Loks eru þeir sem kysu Pírata, Vinstri græn eða Sam­fylk­ing­una ef kosið væri til Alþing­is í dag lík­legri til að finna fyr­ir mikl­um um­hver­fisk­víða en þeir sem kysu aðra flokka. Þeir sem kysu Miðflokk­inn eða Fram­sókn­ar­flokk­inn eru hins veg­ar ólík­leg­ast­ir til að finna fyr­ir mikl­um um­hver­fisk­víða.

Sjá nán­ar hér

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert