Aðeins ein tegund ábyrg fyrir faraldrinum

Svínakjöt á boðstólnum á blautmarkaði (e. wet market) í Manila.
Svínakjöt á boðstólnum á blautmarkaði (e. wet market) í Manila. AFP

Kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn er lík­lega aðeins sá fyrsti af mörg­um faröldr­um sem eiga eft­ir að herja á mann­kynið á næstu árum og ára­tug­um verði ekk­ert að gert.

Til þess að koma í veg fyr­ir það þarf að ráðast að rót vand­ans — ógn­ar­hraðri nátt­úru­eyðingu. Helstu sér­fræðing­ar heims í líf­fræðilegri fjöl­breytni segja aðeins eina dýra­teg­und bera ábyrgð á kór­ónu­veirufar­aldr­in­um, og það séum við menn­irn­ir.

Jos­ef Settele, Sandra Díaz and Edu­ar­do Brond­izio leiddu viðamestu rann­sókn sem gerð hef­ur verið á heilsu jarðar­inn­ar og skiluðu niður­stöðum árið 2019, en þær bentu til þess að mann­kynið væri í hættu vegna hnign­un­ar vist­kerfa jarðar­inn­ar.

Þau segja þá far­aldra sem upp hafa komið á und­an­förn­um ára­tug­um alla mega rekja til fram­ferðis manna, ekki síst þegar hag­ur efna­hags­kerf­is­ins sé sett­ur ofar hagi nátt­úr­unn­ar. Nauðsyn­legt sé að læra af far­aldr­in­um sem nú geng­ur yfir og grípa til aðgerða til að koma í veg fyr­ir að fleiri og hugs­an­lega enn skæðari far­aldr­ar herji á mann­kynið í framtíðinni.

Hömlu­laus skógareyðing, skefja­laus út­breiðsla land­búnaðar, námugröft­ur og þróun innviða, sem og hag­nýt­ing villtra dýra­teg­unda skapi kjöraðstæður fyr­ir út­breiðslu sjúk­dóma. 

Framtíðarfar­aldr­ar verði tíðari, víðtæk­ari og ban­vænni

Þess­ar aðgerðir skapi aðstæður þar sem menn kom­ist í of mikið ná­vígi við dýr, en þaðan komi 70% allra nýrra sjúk­dóma sem grein­ist í mönn­um. Til sam­ans við þétt­býl­isþróun og aukn­ar sam­göng­ur milli landa og heims­álfa geti mein­laus sjúk­dóm­ur í leður­blök­um orðið að heims­far­aldri, sem valdi ómældri þján­ingu og dauða, og sér­fræðing­arn­ir segja kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn lík­lega aðeins byrj­un­ina.

„Framtíðarfar­aldr­ar munu að öll­um lík­ind­um verða tíðari, breiðast hraðar út, hafa víðtæk­ari efna­hags­leg áhrif og draga fleiri til dauða ef við vönd­um okk­ur ekki við ákv­arðana­töku í dag.“

Um­fjöll­un Guar­di­an

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert