Skrýtnar hreyfingar jöklamúsa vekja furðu

Jöklamýs. Hreyfingar steinsins gera það að verkum að mosinn, sem …
Jöklamýs. Hreyfingar steinsins gera það að verkum að mosinn, sem er einkum snoðgambri, vex á öllum hliðum hans. Ljósmynd/Oddur Sigurðsson

Rann­sókn­ir ís­lenskra veður­fræðinga frá ár­inu 1950 á fyr­ir­bær­inu jöklamús­um hafa vakið at­hygli er­lendra vís­inda­manna nú ára­tug­um síðar. Jöklamús er ával­ur smá­steinn á jökli sem er all­ur mosa­vax­inn.

Í bréfa­skrift­um Jóns Eyþórs­son­ar veður­fræðings við vís­inda­menn í Cambridge á Englandi um miðbik síðustu ald­ar lýs­ir hann því hvernig stein­arn­ir rúlla á yf­ir­borði íss­ins, sem kann að skýra ávala lög­un þeirra. Jón var meðal fyrstu manna til að rann­saka fyr­ir­bærið ásamt Kvískerja­bræðrum, en þeirra helst­ur var Flosi Björns­son. Gáfu þeir fyr­ir­bær­inu þetta at­hygl­is­verða nafn, sem síðar hef­ur verið beinþýtt á ensku: glacier mou­se.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur meðal ann­ars fram, að banda­ríski jökla­fræðing­ur­inn Tim Bart­holom­aus við há­skól­ann í Ida­ho hef­ur einnig rann­sakað fyr­ir­bærið og bygg­ir á rann­sókn­um Jóns og Flosa. Fjallað er um málið á vef banda­ríska rík­is­út­varps­ins, NPR. Það sem vakti at­hygli Bart­holom­aus var ekki síst hreyf­ing jöklamúsanna. „Öll jöklamúsaþyrp­ing­in hreyf­ist í sömu stefnu og með sama hraða,“ seg­ir Bart­holom­aus sem hef­ur rann­sakað hreyf­ing­una ásamt líf­fræðingn­um Sophie Gil­bert sem lík­ir jöklamús­un­um við loðin spen­dýr. „Þessi fyr­ir­bæri verða að rúlla því ann­ars myndi mos­inn á botn­in­um deyja.“

Í sam­tali í Morg­un­blaðinu seg­ir Odd­ur Sig­urðsson jökla­fræðing­ur að viss­ar mosa­teg­und­ir geti sest á staka steina á yf­ir­borði jökla.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert