Óvíst með töfralausn

00:00
00:00

Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in (WHO) var­ar við því að ekki sé víst að það finn­ist ein­hver töfra­lausn gegn kór­ónu­veirufar­aldr­in­um þrátt fyr­ir kapp­hlaup við tím­ann við þróun bólu­efna.

Stofn­un­in hvet­ur stjórn­völd og al­menn­ing til þess að gera það sem hægt er að gera í bar­átt­unni við veiruna. Að halda áfram að taka sýni, smitrakn­ingu, viðhalda lík­am­legri fjar­lægð og vera með and­lits­grímu. 

„Við von­um öll að það verði til bólu­efni sem get­ur varið fólk við sýk­ing­um,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri WHO, Tedros Adhanom Ghebr­eyes­us. „Hins veg­ar er eng­in töfra­lausn til á þess­ari stundu og mögu­lega verður aldrei nein slík,“ bætti hann við á blaðamanna­fundi í dag. 

Hann tek­ur í sama streng og Már Kristjáns­son, yf­ir­lækn­ir smit­sjúk­dóma­deild­ar Land­spít­al­ans, um al­menn­ar sótt­varn­ir og gildi þeirra í bar­átt­unni við COVID-19.

Eins og staðan er núna eru það ein­stak­lings­bundn­ar sótt­varn­ir sem duga í bar­átt­unni við veiruna. Fram­fylgið þeim, seg­ir Tedros.

Tæp­lega 690 þúsund ein­stak­ling­ar eru látn­ir af 18,1 millj­ón sem hef­ur sýkst af COVID-19 frá því fyrsta smitið greind­ist í kín­versku borg­inni Wu­h­an í des­em­ber. 

STR­IN­GER SHANG­HAI

Snemma í maí fór WHO að þrýsta á kín­versk yf­ir­völd um að hleypa sér­fræðing­um stofn­un­ar­inn­ar að rann­sókn­um á upp­tök­um veirunn­ar í dýr­um. Heil­brigðis­stofn­un Sam­einuðu þjóðanna sendi far­sótt­ar­sér­fræðing og sér­fræðing í dýra­heil­brigði til Pek­ing 10. júlí til að leggja grunn­inn að rann­sókn­inni á því hvernig veir­an barst í mann­eskj­ur. Að sögn Tedros er und­ir­bún­ingn­um að ljúka. 

Að hans sögn hafa WHO og kín­versk­ir sér­fræðing­ar gert upp­drátt að skil­mál­um rann­sókn­ar­inn­ar og hvernig eigi að standa að henni. Alþjóðlegt teymi tek­ur þátt í rann­sókn­inni og verður henni stýrt af WHO. 

Vís­inda­menn telja að veir­an hafi borist frá dýr­um í fólk, jafn­vel á markaði sem sel­ur dýra­af­urðir til mann­eld­is í Wu­h­an. Kín­versk yf­ir­völd sögðu það lík­leg­ustu skýr­ing­una fljót­lega eft­ir að veir­an greind­ist í fólki en það hef­ur aldrei verið staðfest.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert