Prófa vistvæna repjuolíu á Keflavíkurflugvelli

Keflavíkurflugvöllur.
Keflavíkurflugvöllur. mbl.is/Eggert

Isa­via og Sam­göngu­stofa und­ir­rituðu í dag vilja­yf­ir­lýs­ingu um sam­starf vegna til­rauna­verk­efn­is um íblönd­un repju­olíu á stór­virk vinnu­tæki á Kefla­vík­ur­flug­vellli. For­stjóri Isa­via seg­ir þetta stórt skref í átt að því að minnka notk­un jarðefna­eldsneyt­is á flug­vell­in­um. Sam­gönguráðherra seg­ir að til­raun­ir með rækt­un repju­olíu hafi staðið lengi yfir á Íslandi og að verið væri að taka stórt skref með samþykkt­inni.

„Það má rekja stærsta hluta notk­un­ar­inn­ar til þeirra stóru tækja sem notuð eru til að þjón­usta flug­braut­ir og at­hafna­svæði flug­valla og viðhalda þeim. Þetta eru tæki sem eru ekki enn fá­an­leg raf­magns­knú­in.

Með þessu erum við því að finna aðra og um­hverf­i­s­vænni orku­gjafa til að knýja þau áfram,“ seg­ir Hrönn Ing­ólfs­dótt­ir, for­stöðumaður stefnu­mót­unn­ar og sam­fé­lags­ábyrgðar hjá Isa­via, í til­kynn­ingu til fjöl­miðla.

Hún seg­ir eitt af mark­miðum fyr­ir­tæks­ins vera að minnka notk­un jarðefna­eldsneyt­is.

Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia ohf., og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri …
Svein­björn Indriðason, for­stjóri Isa­via ohf., og Jón Gunn­ar Jóns­son, for­stjóri Sam­göngu­stofu, við und­ir­rit­un vilja­yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar í dag. Ljós­mynd/​Isa­via

Svein­björn Indriðason, for­stjóri Isa­via, seg­ir vilja­yf­ir­lýs­ing­una mik­il­vægt skref. „Við höf­um frá ár­inu 2018 kol­efnis­jafnað alla okk­ar eig­in eldsneyt­is­notk­un þannig að við höf­um látið verk­in tala. Vilja­yf­ir­lýs­ing­in sem hér er und­ir­rituð er mik­il­vægt skref í átt að minni notk­un jarðefna­eldsneyt­is hjá Isa­via.“

Sigurður Ingi Jóhannson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, fyllir á tankinn.
Sig­urður Ingi Jó­hann­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, fyll­ir á tank­inn. Ljós­mynd/​Isa­via

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, óskaði þeim sem stóðu að vilja­yf­ir­lýs­ing­unni til ham­ingju með það skref sem nú hef­ur náðst.

„Rækt­un repju og nýt­ing afurða henn­ar hef­ur marga góða kosti bæði fyr­ir land­búnað og sem um­hverf­i­s­vænn orku­gjafi. Í dag er stigið mik­il­vægt skref á þeirri veg­ferð sem von­andi er rétt að byrja,“ sagði ráðherr­ann við und­ir­rit­un samn­ings­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert