Agnir af fosfín-gasi eru að finna í andrúmslofti Venusar en þessi lofttegund hefur á jörðinni tengst örverum.
Vísindamenn greindu frá þessu í dag og varpa þessi tíðindi ljósi á þær aðstæður sem eru uppi á þessari nágrannaplánetu okkar.
Aðstæðum á Venus hefur oft verið líkt við helvíti og er hitinn þar að degi til nægilega mikill til að bræða blý. Andrúmsloftið samanstendur nánast eingöngu af koltvísýringi.
Hópur sérfræðinga notaði sjónauka á Hawaii og í Atacama-eyðimörkinni í Síle til að rannsaka skýjahulu yfir Venusi um 60 kílómetrum frá yfirborðinu. Þar komu þeir auga á agnir af fosfíni, sem er eldfimt gas.
Í tímaritinu Nature Astronomy lögðu sérfræðingarnir áherslu á að þótt þeir hafi fundið fosfín þýði það ekki að líf sé á Venusi.
Alan Duffy, stjörnufræðingur hjá Swinburne-háskóla í Ástralíu, sagði þrátt fyrir það að uppgötvunin væri „ein mest spennandi vísbending um mögulegt líf á annarri plánetu sem ég hef nokkru sinni séð”.
Umfjöllun um uppgötvunina á Stjörnufræðivefnum