Metmagn gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti

„Minnkun útblásturs vegna aðgerðanna er eins og dropi í hafið …
„Minnkun útblásturs vegna aðgerðanna er eins og dropi í hafið til lengri tíma. Við þurfum áframhaldandi minnkun útblásturs til að fletja ferilinn,“ er haft eftir Petteri Taalas, yfirmanni WMO. AFP

Magn gróður­húsaloft­teg­unda í and­rúms­loft­inu náði há­marki á síðasta ári og hef­ur haldið áfram að hækka það sem af er þessa árs, þrátt fyr­ir viðamikl­ar aðgerðir til að sporna við kór­ónu­veirufar­aldr­in­um.

Þetta herm­ir Alþjóðaveður­fræðistofn­un­in (WMO), en sam­kvæmt stofn­un­inni hafði minnkaður út­blást­ur vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins veru­lega tak­mörkuð áhrif á sam­an­söfn­un gróður­húsaloft­teg­unda í and­rúms­lofti jarðar­inn­ar. Gróður­húsaloft­teg­und­ir hækka hita­stig and­rúms­lofts­ins sem og sjáv­ar­ins og eru helstu vald­ar lofts­lags­breyt­inga.

„Minnk­un út­blást­urs vegna aðgerðanna er eins og dropi í hafið til lengri tíma. Við þurf­um áfram­hald­andi minnk­un út­blást­urs til að fletja fer­il­inn,“ er haft eft­ir Petteri Taalas, yf­ir­manni WMO.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert