Beint: Loftlagsfundur og breytingar síðustu 5 ára

Á fundinum verður farið yfir það sem gerst hefur í …
Á fundinum verður farið yfir það sem gerst hefur í loftlagsmálum á síðustu fimm árum og horft fram veginn á næstu fimm ár. AFP

Ár­leg­ur Lofts­lags­fund­ur Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar fer fram í dag klukkan 9:00 – 11:10. Í tilefni af því að fimm ár eru liðin frá því að Parísarsamkomulagið var undirritað verður á fundinum farið yfir það helsta sem gerst hefur á síðustu fimm árum og þær gríðarlegu breytingar sem eru í farvatninu á næstu fimm árum.

Með samkomulaginu settu þjóðir heims sér það markmið að halda hlýnun jarðar innan við 2°C og þá helst nærri 1,5°C.

Hér á landi var loftlagsyfirlýsing Festu og Reykjavíkurborgar sett saman og undirrituðu 100 íslensk fyrirtæki og stofnanir yfirlýsinguna. Hafa síðan bæst við meðal annars Akureyrarbær og 20 fyrirtæki fyrir norðan og er heildarfjöldi þeirra fyrirtækja sem hafa skrifað undir nú 143.

Hægt verður að fylgjast með beinu streymi hér að neðan, en heildardagskrá fundarins má finna fyrir neðan spilarann.

Dagskráin í heild sinni:

Fund­ar­stjóri: Erla Tryggva­dótt­ir, vara­formað­ur Festu

  • Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son
    • um­hverf­is- og auð­linda­ráð­herra
  • Gunn­hild­ur Fríða Hall­gríms­dótt­ir
    • lofts­lagsakti­visti og í stjórn Arctic Youth Network
  • Tóm­as N. Möller
    • formað­ur Festu – mið­stöð um sjálf­bærni og sam­fé­lags­ábyrgð
  • Hall­dór Þor­geirs­son
    • formað­ur Lofts­lags­ráðs
  • Birta Krist­ín Helga­dótt­ir verk­efna­stjóri hjá Græn­vangi
    • Græn skref fyr­ir alla
  • Hver er að gera vel?
    • Inn­sýn í lofts­lags­að­gerð­ir fyr­ir­tækja sem und­ir­rit­að hafa  Lofts­lags­yf­ir­lýs­ing­una. Vörð­ur, Ís­lands­hót­el og Advania.
  • Dag­ur B. Eggerts­son
    • borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur
  • Loft­lags­við­ur­kenn­ing Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar 2020
    • Borg­ar­stjóri af­hend­ir við­ur­kenn­ing­una                             
    • Stutt kynn­ing á verk­efn­um vinn­ings­hafa 2019
  • Michel Nevin sendi­herra Bret­lands á Ís­landi
    • COP26 og mik­il­vægi grænna lausna
      • Í nóv­em­ber 2021 held­ur Bret­land, í sam­starfi við Ítal­íu,  26. lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna (COP26), í Glasgow. Sendi­herra Bret­lands fjall­ar um mik­il­vægi og upp­takt ráð­stefn­unn­ar og áherslu­at­riði bresku for­mennsk­unn­ar.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert