Ísland fái hlutfallslega sama magn bóluefna og önnur ríki í Evrópusamstarfi

AFP

Þátt­taka Íslands í sam­starfi Evr­ópuþjóða um kaup á bólu­efn­um í gegn­um samn­inga fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins trygg­ir Íslandi hlut­falls­lega sama magn bólu­efna og öll­um öðrum þjóðum sem taka þátt í sam­starf­inu. Fram­kvæmda­stjórn­in kveður á um hve mikið rík­in fá og er þar al­farið byggt á hlut­falls­legri út­hlut­un miðað við höfðatölu hverr­ar þjóðar.

Þetta á við um bólu­efni Pfizer líkt og annarra fram­leiðenda, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá heil­brigðisráðuneyt­inu. 

„All­ar þjóðir fá til að byrja með 10.000 skammta. Síðan hefst út­hlut­un sam­kvæmt af­hend­ingaráætl­un. Eins og áður hef­ur komið fram hef­ur Ísland lokið samn­ing­um um bólu­efni við tvö þeirra fyr­ir­tækja sem fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins er með samn­inga við, þ.e. Pfizer og Astra Zeneka og tryggja þau Íslandi bólu­efni fyr­ir sam­tals 200.000 ein­stak­linga. Þann 23. des­em­ber er stefnt að und­ir­rit­un samn­ings Íslands um bólu­efni Jans­sen um 235.000 bólu­efna­skammta. Þá er enn frem­ur gert ráð fyr­ir und­ir­rit­un samn­ings við Moderna 31. des­em­ber næst­kom­andi,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert