Bóluefni tryggt fyrir 127% Íslendinga

Gangi allt eftir verður hægt að hefja bólusetningu við kórónuveirunni …
Gangi allt eftir verður hægt að hefja bólusetningu við kórónuveirunni hér á landi þann 29. desember næstkomandi. AFP

Ísland er ekki leng­ur langt á eft­ir öðrum ríkj­um á lista frétta­stöðvar­inn­ar Bloom­berg yfir það hversu mikið bólu­efni gegn kór­ónu­veirunni lönd heims­ins hafa tryggt sér. Fyr­ir tveim­ur dög­um bár­ust af því frétt­ir að hér­lend stjórn­völd hefðu aðeins tryggt sér bólu­efni fyr­ir um 29% þjóðar­inn­ar. Nú seg­ir í sam­an­tekt Bloom­berg að Ísland hafi tryggt sér bólu­efni fyr­ir rúm­lega alla lands­menn, eða 127% þjóðar­inn­ar.

Íslensk stjórn­völd hafa nú tryggt 435 þúsund skammta vegna samn­ings sem und­ir­ritaður var við bólu­efna­fram­leiðand­ann Jans­sen fyrr í dag. Bólu­efni Jans­sen eru í þriðja fasa próf­unn­ar sem er síðasti alla jafna síðasti þró­un­ar­fasi nýrra lyfja. 

Fyrsta bólu­efnið sem kem­ur hingað til lands verður þó að öll­um lík­ind­um bólu­efni fram­leitt af Pfizer og Bi­oNtech. Tryggðir hafa verið 170 þúsund skammt­ar sem duga fyr­ir 85 þúsund manns. Gangi allt eft­ir hefst bólu­setn­ing við kór­ónu­veirunni hér á landi þann 29. des­em­ber næst­kom­andi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert