Google fjarlægir Parler

Parler appið hefur verið fjarlægt úr Google Play Store.
Parler appið hefur verið fjarlægt úr Google Play Store. AFP

Google hef­ur fjar­lægt appið Parler úr dreif­ingu í Google Play Store. Það tor­veld­ar fólki sem not­ar síma með Android stýri­kerfi, t.d. Sam­sung síma, að sækja appið.

CNBC grein­ir frá. 

Parler er sam­fé­lags­miðill, stofnaður árið 2018, sem er vin­sæll meðal stuðnings­manna Trump. Vin­sæld­ir apps­ins hafa marg­fald­ast síðustu daga þar sem stuðnings­menn Trumps flykkj­ast þangað í stað Twitter þar sem ekki eru höfð af­skipti af efni sem not­end­ur setja þar inn.

„Ef þú get­ur sagt það á göt­um New York borg­ar, get­ur þú sagt það á Parler,“ sagði John Matze, fram­kvæmda­stjóri Parler í júní í fyrra.

Eng­in rit­skoðun­ar­stefna á Parler

Í yf­ir­lýs­ingu Google seg­ir að það geri kröf­ur til sam­fé­lags­miðlafor­rita um að haf stefnu um sam­fé­lagsum­ræðu inni á miðlin­um og hafa af­skipti komi til að þess þurfi, s.s. þegar efni hvet­ur til of­beld­is. Það eigi við um efni sem leyft er að vera á Parler. Vísað er í umræður þar sem hvatt er til frek­ara of­beld­is eft­ir að múgur braust inn í þing­hús Banda­ríkj­anna á miðviku­dag­inn.

Twitter hef­ur þegar lokað reikn­ingi Don­alds Trumps, for­seta Banda­ríkj­anna, til fram­búðar vegna þess að efni hans þótti hvetja til of­beld­is. Face­book hef­ur taka­markað getu Trumps að setja inn efni á síðuna sína. 

Full­yrt er á frétta­stof­um vest­an­hafs að finna megi efni og um­mæli á Parler þar sem fólk er hvatt til þess að mæta með skot­vopn á inn­setn­ing­ar­at­höfn Joe Bidens.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert