Google hótar að loka fyrir aðgang í Ástralíu

Google er afar ósátt við frumvarpið.
Google er afar ósátt við frumvarpið. AFP

Google hef­ur hótað því að meina Áströlum að nota leit­ar­vél sína á net­inu ef stjórn­völd í land­inu samþykkja ný fjöl­miðlalög þar sem kraf­ist er að net­ris­inn greiði frétta­veit­um fyr­ir notk­un á efni þeirra.

Mel Silva, fram­kvæmda­stjóri Google í Ástr­al­íu, sagði þing­nefnd í höfuðborg­inni Can­berra að „ekki sé hægt að vinna með“ þessi fyrstu fjöl­miðlalög í heim­in­um þar sem kveðið er á um þess­ar greiðslur. Einnig sagði hann að lög­in fyr­ir­huguðu grafi und­an því hvernig netið geng­ur fyr­ir sig.

„Ef þess­ar til­lög­ur verða að lög­um þá get­um við ekki annað en meinað Áströlum að nota leit­ar­vél Google,“ sagði Silva. Þetta er í fyrsta sinn sem fyr­ir­tækið hót­ar slíku eft­ir margra mánaða erfiðar samn­ingaviðræður vegna laga­frum­varps­ins.

Frum­varpið var lagt fram í fyrra og var því ætlað að skikka Google og Face­book til að greiða fréttamiðlum í land­inu fyr­ir að birta frétt­ir þeirra. Ell­egar þyrftu netris­arn­ir að greiða millj­ón­ir doll­ara í sekt­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert