Valitor varar við svikum sem tengjast Bitcoin

Auglýsingar fyrir Bitcoin sem reynast falskar yfirlýsingar þekktra aðila og …
Auglýsingar fyrir Bitcoin sem reynast falskar yfirlýsingar þekktra aðila og eru í raun svik hafa gengið reglulega um samfélagsmiðla.

Valitor hef­ur sent frá sér viðvör­un þar sem varað er við fals­frétt­um sem gengið hafa á sam­fé­lags­miðlum, sér­stak­lega Face­book, þar sem látið er líta út fyr­ir að þekkt­ir Íslend­ing­ar segi frá því í viðtali hvernig þeir hafi hagn­ast á Bitco­in viðskipt­um. Í fram­haldi af því er fólk hvatt til að leggja inn fé í fjár­fest­ingu með greiðslu­kort­um sín­um.

Valitor seg­ir að um sé að ræða svik sem hafi birst í nokkr­um út­gáf­um og að þau séu vel út­færð. Vissu­lega séu fjöl­marg­ir sem höndli með raf­mynt­ina á lög­mæt­an hátt, en um­rædd­ar aug­lýs­ing­ar séu svik.

Seg­ir Valitor að dæmi séu um að viðskipta­vin­ir hafi tapað háum fjár­hæðum á viðskipt­um sem þess­um og eru kort­haf­ar hvatt­ir til að kynna sér vel hver sé söluaðili í hvert skipti.

„Það er því mik­il­vægt í þess­um mál­um sem öðrum að kort­haf­ar staldri við þegar þeir hyggj­ast gefa upp korta­upp­lýs­ing­ar sín­ar og kanni t.d. hver söluaðil­inn er í raun. Í sum­um til­vik­um eru svik­ar­arn­ir að nýta sér staðfest­ing­arkóda í gegn­um Vott­un Visa með sms. Í kó­dan­um kem­ur fram hvaða færslu er verið að biðja um staðfest­ingu á, söluaðili, upp­hæð og gjald­miðill. Ef færsla er staðfest hjá söluaðila með slík­um staðfest­ing­arkóda þá er óvist að rétt­ur til end­ur­kröfu sé fyr­ir hendi. Því miður eru dæmi um að kort­haf­ar hafið tapað háum upp­hæðum vegna svika af þess­um toga.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert