Gosið sést úr geimnum

Hér sést ljósbjarminn af gosinu í Geldingadal greinilega. Myndin er …
Hér sést ljósbjarminn af gosinu í Geldingadal greinilega. Myndin er tekin úr gervihnetti NASA. Ljósmynd/Landmælingar Íslands

Á gervitunglamyndum frá bandarísku geimferðastofnuninni NASA sést eldgosið í Geldingadal vel. Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti í dag myndir sem sýna ljósbjarmann frá gosinu í nótt og mynd frá því deginum áður til samanburðar. 

Bjarminn af gosinu sést vel á myndinni, en eins og segir í tilkynningu hópsins á facebook er myndin ekki í hárri upplausn. Til dæmis sést ekki einu sinni strandlengja Íslands á myndinni. Það eina sem er greinilegt er sá ljósbjarmi sem kemur af helstu þéttbýlisstöðum og þyrpingum gróðurhúsa. 

Ljósnæmar gervitunglamyndir SUOMI NPP VIIRS frá NASA sýna bjarmann frá eldgosinu síðastliðna nótt nokkuð vel. Hér eru...

Posted by Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands on Laugardagur, 20. mars 2021
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert