Boða aukna framleiðslugetu á bóluefnum

Bú­ast má við að fram­leiðslu­geta á bólu­efn­um í Evr­ópu auk­ist á næst­unni og af­hend­ing verði í kjöl­farið hraðari. 

Á vef Lyfja­stofn­un­ar Evr­ópu seg­ir að til­tekn­ar aðgerðir og ákv­arðanir stuðli að auk­inni fram­leiðslu­getu og hraðari af­hend­ingu ból­efna. Þetta á við um öll þrjú bólu­efn­in sem haf­in er notk­un á hér­lend­is að því er fram kem­ur á vef Lyfja­stofn­un­ar.

Nýr fram­leiðslu­staður hef­ur verið samþykkt­ur fyr­ir bólu­efni AstraZeneca í Lei­den í Hollandi. Þar verður virka efni bólu­efn­is­ins fram­leitt.

Nýr fram­leiðslu­staður hef­ur verið samþykkt­ur fyr­ir bólu­efni Bi­oNTech/​Pfizer í Mar­burg í Þýskalandi. Þar verður bæði virka efni bólu­efn­is­ins fram­leitt, sem og full­búið bólu­efni. Jafn­framt hafa ný geymslu­skil­yrði verið samþykkt sem gera flutn­ing bólu­efn­is­ins og dreif­ingu auðveld­ari.

Nýr fram­leiðslu­staður hef­ur verið samþykkt­ur fyr­ir bólu­efni Moderna í Visp í Sviss. Þar verður bæði virka efni bólu­efn­is­ins fram­leitt sem og full­búið bólu­efni. Jafn­framt hafa breyt­ing­ar á fram­leiðslu­ferli verið samþykkt­ar sem munu stuðla að auk­inni fram­leiðslu­getu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert