Sýnir gríðarlega virkni hjá Pfizer meðal unglinga

AFP

Bólu­efni Pfizer-Bi­oNTech við Covid-19 sýn­ir gríðarlega virkni meðal ung­linga sam­kvæmt niður­stöðum klín­ískra rann­sókna. Er vörn­in jafn­vel enn meiri þegar kem­ur að börn­um á aldr­in­um 12-15 ára en hjá full­orðnum. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Pfizer og fjalla bæði New York Times og Washingt­on Post um málið.

Ekk­ert barn greind­ist með Covid-19 eft­ir að hafa verið bólu­sett, þau mynda mikið mót­efni og eng­inn upp­lifði al­var­leg­ar auka­verk­an­ir í kjöl­far bólu­setn­ing­ar.

Ef þetta reyn­ist rétt þá get­ur þetta gjör­breytt stöðunni í Banda­ríkj­un­um sam­kvæmt um­fjöll­un NYT, það er flýtt ferl­inu til eðli­legs lífs hjá millj­ón­um fjöl­skyldna í land­inu. Ef Lyfja­stofn­un Banda­ríkj­anna samþykk­ir markaðssetn­ingu bólu­efn­is­ins fyr­ir þenn­an ald­urs­hóp megi gera ráð fyr­ir því að bólu­setn­ing­ar fram­halds­skóla­nema hefj­ist áður en haustönn­in hefst og grunn­skóla­nem­ar verði bólu­sett­ir fljót­lega eft­ir það. 

Upp­lýs­ing­ar um virkni bólu­efn­is­ins voru birt­ar í frétta­til­kynn­ingu og þar kem­ur ekki fram hvenær rann­sókn­in fór fram. Eins á eft­ir að yf­ir­fara þess­ar upp­lýs­ing­ar og þær hafa ekki verið birt­ar í ritrýndu vís­inda­riti. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert