Leyfa færslur um að Covid-19 hafi verið manngerð

Facebook leyfir nú færslur sem benda til þess að Covid-19 …
Facebook leyfir nú færslur sem benda til þess að Covid-19 hafi verið af mannavöldum. AFP

Face­book hef­ur snúið við stefnu sinni að banna færsl­ur sem benda til þess að heims­far­ald­ur­inn sem staf­ar af Covid-19 hafi verið af manna­völd­um í ljósi vax­andi ágrein­ings um upp­runa veirunn­ar.

Í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu seg­ir, „í ljósi yf­ir­stand­andi rann­sókna á upp­runa Covid-19 og í sam­ráði við sér­fræðinga í lýðheilsu, mun­um við ekki leng­ur fjar­lægja færsl­ur um að Covid-19 hafi verið af manna­völd­um.“ Meðal rann­sókna sem um ræðir er krafa Joe Biden, for­seta Banda­ríkj­anna, um að leyniþjón­ust­ur Banda­ríkj­anna rann­saki upp­gang veirunn­ar.

Face­book sagði í fe­brú­ar að það myndi fjar­lægja all­ar rang­ar eða ósannaðar færsl­ur um Covid-19 en sú yf­ir­lýs­ing tók líka til fyr­ir­tækja í þeirra eigu svo sem In­sta­gram, What­sapp og Messenger.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert