Áhyggjur af virkni Janssen gegn Delta-afbrigðinu

Sumir faraldsfræðingar segja bóluefni Janssen ekki virka eins vel gegn …
Sumir faraldsfræðingar segja bóluefni Janssen ekki virka eins vel gegn Delta-afbrigðinu en önnur bóluefni. Ekkert bendir þó formlega til þess að svo sé. AFP

Far­alds­fræðing­ar eru marg­ir hverj­ir að velta fyr­ir sér þörf á því að bólu­setja þá, sem fengið hafa bólu­efni Jans­sen gegn kór­ónu­veirunni, með bólu­efni Pfizer eða Moderna til viðbót­ar, svo verja megi fólk gegn Delta-af­brigði veirunn­ar.

Í frétt Reu­ters-frétta­veit­unn­ar seg­ir að marg­ir far­alds­fræðing­ar hafi sjálf­ir brugðið á það ráð að láta bólu­setja sig með þess­um hætti í þeim til­gangi að öðlast frek­ari vörn, þrátt fyr­ir að eng­in hald­bær gögn eða ritrýnd­ar rann­sókn­ir bendi til þess að slíkt sé ör­uggt eða nauðsyn­legt.

Í Kan­ada og ein­hverj­um Evr­ópu­lönd­um er í boði að þiggja bólu­efni frá fleir­um en ein­um fram­leiðanda kjósi fólk svo.

Verja síður gegn svæsn­um veik­ind­um

Málið allt hverf­ist um áhyggj­ur sumra far­alds­fræðinga af því hvort bólu­efni Jans­sen veiti nægi­lega vörn gegn Delta-af­brigðinu, áður kallað ind­verska af­brigði veirunn­ar. Delta-af­brigðið hef­ur verið sagt sterk­ara að því leyti að fólk virðist fá svæsn­ari ein­kenni Covid-19 en af hefðbundn­ari af­brigðum veirunn­ar.

Andy Slavitt, fyrr­ver­andi ráðgjafi Joes Bidens Banda­ríkja­for­seta um far­alds­fræði, lýsti yfir áhyggj­um sín­um í eig­in hlaðvarpsþætti í liðinni viku.

Þar að auki sagði Michael Lin, pró­fess­or við Stan­ford-há­skóla í Kali­forn­íu: „Það er eng­inn vafi á því að þeir sem bólu­sett­ir eru með bólu­efni Jans­sen hafa minni varn­ir en þeir sem fá tvær spraut­ur af öðrum bólu­efn­um.“

Bólu­efni Jans­sen er eina bólu­efnið í notk­un hér á landi sem aðeins er veitt með einni sprautu í stað tveggja.

CDC mæl­ir ekki með aukaspraut­um

Sótt­varna­stofn­un Banda­ríkj­anna (CDC) mæl­ir þó gegn því að fólk sé bólu­sett til viðbót­ar við bólu­efni Jans­sen með öðrum bólu­efn­um. Ráðgjaf­ar stofn­un­ar­inn­ar sögðu á blaðamanna­fundi ný­verið að ekk­ert benti enn til þess að virkni bólu­efna gegn kór­ónu­veirunni minnkaði með tíð og tíma.

Ja­son Gallag­her, sér­fræðing­ur í sótt­vörn­um við Temple-há­skól­ann í lyfja­fræðum, þáði ný­verið eina sprautu af bólu­efni Pfizer, til viðbót­ar við bólu­efni Jans­sen, sem þátt­tak­andi í próf­un­um fram­leiðand­ans í nóv­em­ber í fyrra. Hann seg­ist áhyggju­full­ur vegna gagna frá Bretlandi sem hann seg­ir sýna fram á minni virkni einn­ar sprautu bólu­efna gegn Delta-af­brigðinu.

„Þótt staðan sé orðin mun betri hér í Banda­ríkj­un­um þá er þetta Delta-af­brigði hérna að breiðast út … og það er að taka yfir ansi hratt sem veld­ur áhyggj­um vegna þess­ara hópsmita meðal þeirra sem hafa fengið bara eina sprautu,“ sagði Gallag­her við Reu­ters.

„Þannig að ég kýldi bara á það,“ bætti hann við.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert