Loftmengun verri en áður var talið

Loftmengun í París.
Loftmengun í París. AFP

Loftmengun er enn hættulegri en áður var talið, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni WHO. Stofnunin segir styrk köfnunarefnisdíoxíðs og annarra mengandi efna í loftinu vera umfram öryggismörk.

Áætlað er að sjö milljónir manna deyi fyrir aldur fram af völdum sjúkdóma sem tengjast loftmengun að sögn WHO.

Stofnunin setur loftmengunina í flokk með reykingum og óhollu mataræði. 

WHO hvetur aðildarríki sín, sem eru 194 talsins, til að draga úr losun og grípa til aðgerða vegna loftslagsbreytinga fyrir COP26 loftslagsráðstefnuna í nóvember.

Hægt að fækka dauðsföllum um 80%

Breytingarnar á leiðbeiningum WHO munu til að mynda þýða að lögbundin mörk skaðlegra mengunarefna í Bretlandi eru nú fjórum sinnum hærri en hámarksgildin sem WHO mælir með að því er segir í umfjöllun BBC.

Í leiðbeiningum er einnig ráðlagt að svifryksagnir sem kallast PM2,5 verði minnkaðar um helming í andrúmsloftinu. 

„Hægt væri að forðast næstum 80% dauðsfalla sem tengjast PM2.5 í heiminum ef núverandi loftmengun myndi lækka í það sem lagt er til í nýju leiðbeiningunum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert