Fjarlægja efni gegn bólusetningum

YouTube.
YouTube. AFP

Sam­fé­lags­miðill­inn Youtu­be til­kynnti í dag að röng­um upp­lýs­ing­um um bólu­setn­ing­ar við Covid-19 verði eytt af efn­isveit­unni. 

Mynd­skeiðum verður þannig eytt ef þau inni­halda full­yrðing­ar um að bólu­setn­ing­ar séu hættu­leg­ar, valdi krabba­meini, ein­hverfu eða ófrjó­semi. 

Þá verður Youtu­be-síðum ein­stak­linga sem deila slík­um upp­lýs­ing­um einnig eytt. 

Sam­fé­lags­miðlar og önn­ur tæknifyr­ir­tæki hafa verið gagn­rýnd fyr­ir aðgerðal­eysi vegna rangra upp­lýs­inga um kór­ónu­veiruna. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert