Facebook ræður 10 þúsund manns vegna „metaverse“

Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook.
Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook. AFP

Faceboook ætlar að ráða 10 þúsund manns í ríkjum Evrópusambandsins sem eiga að starfa við þróun svokallaðs „metaverse“.

„Metaverse“ er veröld á netinu þar sem fólk getur spilað leiki, unnið og átt samskipti í sýndarveruleika, oft með notkun höfuðbúnaðar.

Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur verið duglegur að vekja athygli á þessari nýjung, að sögn BBC.

„Metaverse hefur möguleika á því að búa til aðgang að nýjum og skapandi félagslegum og efnahagslegum tækifærum. Evrópubúar munu taka þátt í sköpuninni strax frá upphafi,“  sagði í tilkynningu frá Facebook.

Þessi 10 þúsund störf verða sköpuð á næstu tíu árum. Meðal annars verða ráðnir „mjög sérhæfðir verkfræðingar“ í þetta nýja verkefni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert