Ætla að selja fljúgandi bíl árið 2024

Bíllinn fljúgandi, sem mögulega verður fáanlegur árið 2024.
Bíllinn fljúgandi, sem mögulega verður fáanlegur árið 2024. Ljósmynd/XPeng

Kínverski rafbílaframleiðandinn XPeng hefur svipt hulunni af fljúgandi bíl sínum, sem sagður er munu geta ýmist keyrt á götu eða flogið um loftin. Fyrirtækið ráðgerir að sala bílsins geti jafnvel hafist árið 2024.

Í umfjöllun dezee.com kemur fram að tölvugerðar myndir af bílnum hafi verið kyntar á 1024 tækiráðstefnunni, þar sem bíllinn var frumsýndur.

Þar segir einnig að flugbíllinn verði fáanlegur fyrir 114 þúsund pund, andvirði 20 milljóna króna. Þá verður hann búinn sérstöku umhverfisvitundarkerfi, sem gerir bílnum kleyft að meta hversu gerlegt það er að taka á loft og lenda á áfangastað miðað við veðuraðstæður.

Eiginleg sjálfstýring verður ekki í bílnum þegar honum er flogið en þess í stað verður bíllinn búinn kerfi sem hjálpar flug- og eða ökumanni að komast leiðar sinnar á öruggan hátt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert