Mikil bráðnun á Grænlandi eykur flóðahættu

Íshellan við bæinn Upernavik á Grænlandi.
Íshellan við bæinn Upernavik á Grænlandi. AFP

Þær 3,5 billjónir tonna af í íshellu Grænlands sem hafa bráðnað síðasta áratuginn hafa hækkað yfirborð sjávar um einn sentímetra og aukið hættuna á flóðum á heimsvísu.

Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem var birt í dag.

Íshellan á þessari stærstu eyju heims hefur að geyma nógu mikið af frosnu vatni til að hækka yfirborð sjávar um í kringum sex metra á heimsvísu. Mikil bráðnun þar hefur undanfarin 40 ár hefur hækkað yfirborð sjávar.

Þrátt fyrir að miklar rannsóknir hafi staðið yfir á Grænlandi af vísindamönnum þá var rannsóknin sem var birt í dag sú fyrsta sem notaðist við gögn úr gervihnöttum til að sjá bráðnun íshellunnar. 

Í tímaritinu Nature Communications segja vísindamennirnir að vatnið sem hefur runnið undan íshellunni hafi aukist um 21% síðustu fjóra áratugina.

AFP

Það sem vekur enn meiri athygli er að samkvæmt upplýsingum sem Evrópska geimferðastofnunin útvegaði hafa 3,5 billjónir tonna af íshellunni bráðnað frá árinu 2011 með tilheyrandi hættu á flóðum.

Þriðjungur íshellunnar sem tapaðist þennan áratug hvarf á aðeins tveimur heitum sumrum, 2012 og 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert