Áreiðanleg ofurtölva væntanleg

Vetur á Húsavík. Ofurtölvan á að vera komin í gagnið …
Vetur á Húsavík. Ofurtölvan á að vera komin í gagnið snemma árs 2023 og mun þá veita aðgang að nákvæmari háupplausna veðurspám sem bæta veðurþjónustu til framtíðar með áreiðanlegri veðurviðvörunum. mbl.is/Hafþór

Veður­stof­ur Íslands, Dan­merk­ur, Írlands og Hol­lands hafa tekið hönd­um sam­an um rekst­ur reiknilík­ana og úr­vinnslu veður­gagna með nýrri of­ur­tölvu sem staðsett verður á Veður­stofu Íslands. Mark­miðið með sam­starf­inu er að stuðla að framþróun í skamm­tíma veður­spám og auka áreiðan­leika gagna.  

Fjallað er um of­ur­tölv­una á vef Veður­stof­unn­ar.

Þar seg­ir að grunn­ur sam­starfs­ins liggi í auk­inni þörf fyr­ir áreiðan­legri veður­spár sem styðja ákv­arðana­töku þegar kem­ur að vá­lyndu veðri og áhrif­um lofts­lags­breyt­inga.

Sam­starf þess­ara fjög­urra veður­stofa geng­ur und­ir heit­inu United We­ather Centres – West en með sam­starf­inu eykst geta þjóðanna til að gæta að ör­yggi sínu gagn­vart áhrif­um auk­inna öfga í veðri sem af­leiðing­ar lofts­lags­breyt­inga.  

Vænt­an­leg til lands­ins árið 2023

Auk þess að veita ná­kvæm­ari skamm­tíma veður­spár, mun nýja of­ur­tölv­an sem fram­leidd er af Hewlett Packard Enterprise (HPE), stuðla að framþróun á rann­sókn­um í lofts­lags­vís­ind­um. Sú framþróun og sam­starfið í heild sinni mun styðja við áætlan­ir stjórn­valda og at­vinnu­lífs þegar kem­ur að aðlög­un vegna áhrifa lofts­lags­breyt­inga.   

Of­ur­tölv­an á að vera kom­in í gagnið snemma árs 2023 og mun þá veita aðgang að ná­kvæm­ari háupp­lausna veður­spám sem bæta veðurþjón­ustu til framtíðar með áreiðan­legri veðurviðvör­un­um.

„Við vilj­um vera í stakk búin til að svara aukn­um kröf­um um ná­kvæm­ari og ít­ar­legri veður­spár, bæði til að auka ör­yggi lands­manna og þeirra ferðamanna sem landið sækja. Lofts­lags­breyt­ing­ar kalla einnig á öfl­ugri reiknigetu og meiri sam­vinnu við gerð loft­lags­sviðsmynda til þess að sem best mynd fá­ist á þær breyt­ing­ar á veðráttu og veðurfari sem sam­fé­lagið stend­ur frammi fyr­ir og þarf að aðlaga sig að”, er haft eft­ir Árna Snorra­syni, for­stjóra Veður­stofu Íslands.

Árni Snorrason forstjóri Veðurstofu Íslands.
Árni Snorra­son for­stjóri Veður­stofu Íslands. Mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert