Teslu-eigendur hafa greint frá því á samfélagsmiðlum að þeir hafi átt í vandræðum með að nota bílana sína í kjölfar tölvubilunar.
Tugir hafa birt færslur á samfélagsmiðlum þar sem þeir greina frá því að hafa fengið skilaboð um bilun í Teslu-snjallsímaforritum sínum sem koma í veg fyrir að þeir gætu tengst bifreiðunum.
Elon Musk, forstjóri Tesla, svaraði einni kvörtun frá ökumanni í Suður-Kóreu persónulega á Twitter er hann skrifaði: „Kanna málið“. Musk sagði skömmu síðar að appið væri að detta aftur í lag á netinu.
Eigendurnir nota Teslu-appið sem lykil til að aflæsa og gangsetja bílana sína, að því er segir á vef BBC.
Teslu-eigendur birtu fjölmargar kvartanir á vefnum þar sem þeir greindu frá því að þeir gætu ekki notað bílana sína.
„Ég sit fastur í um klukkustundarfjarlægð frá heimili mínu þar sem ég vanalega nota símann minn til að ræsa bílinn,“ segir í færslu sem einn eigandi birti á Twitter.
Um 500 notendur greindu frá því að appið hefði bilað um kl. 16:40 að bandarískum austurstrandartíma í gær (eða um kl. 21:40 í gærkvöldið að íslenskum tíma), skv. vefsíðunni DownDetector sem greinir frá slíkum bilunum. Fimm klukkustundum síðar þá hafði slíkum kvörtunum fækkað niður í um 60.
„Afsakið þetta, en við munum grípa til viðeigandi ráðstafana til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig,“ sagði Musk ennfremur á Twitter.
Should be coming back online now. Looks like we may have accidentally increased verbosity of network traffic.
— Elon Musk (@elonmusk) November 20, 2021
Apologies, we will take measures to ensure this doesn’t happen again.