Staðan endurmetin þegar menn vita meira um Ómíkron

Fram kemur í minnisblaðinu, að verndin af bólusetningunum sé ótvíræð …
Fram kemur í minnisblaðinu, að verndin af bólusetningunum sé ótvíræð þegar litið er til alls þess fjölda sem sé fullbólusettur því líkur á smiti hjá óbólusettum séu um þrefalt hærri en hjá fullbólusettum og líkur á sjúkrahúsinnlögnum séu um 5-7 sinnum hærri. AFP

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir seg­ir að þegar eig­in­leik­ar Ómíkron-af­brigðis­ins skýr­ast bet­ur verði hægt að end­ur­meta nú­ver­andi sótt­varn­aráðstaf­an­ir, einkum inn­an­lands.

Þetta kem­ur fram í nýju minn­is­blaði Þórólfs sem hann sendi heil­brigðisráðherra er varðar sótt­varnaaðgerðir inn­an­lands. 

Þórólf­ur seg­ir, að ef sýnt þyki að af­brigðið sé ekki að valda skæðum sjúk­dómi og að bólu­setn­ing og fyrra smit af völd­um Covid-19 verndi þá verði komn­ar fag­leg­ar for­send­ur til að skoða eft­ir­far­andi:

  1. Und­an­skilja þá sem fengið hafa örvun­ar­skammt frá fjölda­tak­mörk­um og hraðgrein­inga- eða PCR-próf­um fyr­ir viðburði.
  2. End­ur­skoða sótt­kví­ar­regl­ur fyr­ir þá sem fengið hafa örvun­ar­skammt.
  3. Und­an­skilja börn yngri en 16 ára sem fengið hafa grunn­bólu­setn­ingu (tvo skammta) frá fjölda­tak­mörk­un­um og hraðgrein­inga- eða PCR-próf­um fyr­ir viðburði.
  4. End­ur­skoða regl­ur um sótt­kví fyr­ir full­bólu­sett börn.

Rúm­lega 11.000 greinst í nú­ver­andi bylgju

Þórólf­ur tek­ur fram að mik­ill óvissu­tími sé núna bæði hvað varðar nú­ver­andi bylgju af völd­um Delta-af­brigðis kór­ónu­veirunn­ar og þá þróun sem kunni að verða á far­aldr­in­um með til­komu Ómíkron-af­brigðis­ins. Sú staða kunni að koma upp að Ómíkron-af­brigðið sé meira smit­andi en fyrri af­brigði, valdi verri sjúk­dómi og að bólu­efni og fyrri sýk­ing verndi ekki gegn smiti. Þessi óvissa gefi því til­efni til að fara var­lega í til­slök­un­um inn­an­lands og á landa­mær­um á þess­ari stundu.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fékk nýverið örvunarskammt í Laugardalshöll.
Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir fékk ný­verið örvun­ar­skammt í Laug­ar­dals­höll. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Fram kem­ur í minn­is­blaðinu, að nú­ver­andi bylgja, sem hófst seinni hluta júlí­mánaðar 2021 og sé enn í full­um gangi, sé sú stærsta síðan heims­far­ald­ur Covid-19 skall á. Rúm­lega 11.000 manns hafa greinst í þess­ari bylgju. Í nú­ver­andi bylgju hafa 213 manns (2% allra sem grein­ast með Covid-19) þurft að leggj­ast inn á sjúkra­hús vegna al­var­legra veik­inda, flest­ir á Land­spít­al­ann en nokkr­ir á Sjúkra­húsið á Ak­ur­eyri. Á gjör­gæslu­deild þurfti 41 að leggj­ast inn (0,4%), 24 þurftu á aðstoð önd­un­ar­véla að halda (0,2%) og fimm hafa lát­ist (0,04%).

Veik­indi óbólu­settra sem þurfa inn­lögn séu mun meiri og lang­dregn­ari

Þá er fjallað um það að mikl­ar von­ir hafi verið bundn­ar í byrj­un sum­ars við ár­ang­ur bólu­setn­inga gegn Covid. Það hafi hins veg­ar komið í ljós að full bólu­setn­ing með tveim­ur spraut­um veiti ein­ung­is um 50% vörn gegn smiti af völd­um Delta-af­brigðis kór­ónu­veirunn­ar en um 90% vörn gegn al­var­leg­um veik­ind­um.

„Ný­leg­ar rann­sókn­ir frá Svíþjóð sýna enn frem­ur, að vernd bólu­efn­anna minnk­ar með tím­an­um og sjö mánuðum eft­ir seinni skammt bólu­setn­ing­ar er vernd­in gegn smiti orðin óveru­leg þótt hún sé til muna betri gegn al­var­leg­um veik­ind­um. Þetta er í sam­ræmi við þá reynslu sem feng­ist hef­ur hér á landi en rúm­lega helm­ing­ur þeirra sem grein­ast smitaðir eru full­bólu­sett­ir og um 40-50% þeirra sem leggj­ast inn á sjúkra­hús eru sömu­leiðis full­bólu­sett­ir. Hins veg­ar er vernd­in af bólu­setn­ing­un­um ótví­ræð þegar litið er til alls þess fjölda sem er full­bólu­sett­ur því lík­ur á smiti hjá óbólu­sett­um eru um þre­falt hærri en hjá full­bólu­sett­um og lík­ur á sjúkra­hús­inn­lögn­um eru um 5-7 sinn­um hærri. Veik­indi óbólu­settra sem þurfa á inn­lögn á sjúkra­hús að halda eru að auki til muna meiri og lang­dregn­ari en þeirra sem eru full­bólu­sett­ir.“

End­an­leg ákvörðun kynnt á næst­unni um bólu­setn­ingu 5-11 ára barna

Þá seg­ir, að vegna ófull­nægj­andi ár­ang­urs af tveim­ur skömmt­um af bólu­efn­um hafi veirð far­in sú leið hér á landi að bjóða öll­um 16 ára og eldri þriðja skammt bólu­efn­is, svo­kallaðan örvun­ar­skammt, sem gef­inn er a.m.k. 5-6 mánuðum eft­ir skammt tvö.

„Er­lend­ar rann­sókn­ir hafa sýnt að örvun­ar­skammt­ur­inn bæt­ir vernd gegn Delta-af­brigði veirunn­ar um­tals­vert um­fram hef­bundna tveggja skammta bólu­setn­ingu og reynsl­an hér á landi bend­ir til hins sama. Í upp­gjöri vís­inda­manna við HÍ (Thor Asp­e­lund) kem­ur í ljós að vernd gegn smiti eft­ir örvun­ar­skammt­inn er 90% meiri en eft­ir skammt tvö þó ekki sé vitað á þess­ari stundu hversu lengi vernd­in var­ir. Áætlað er að búið verði að bólu­setja flesta með örvun­ar­skammti í fe­brú­ar/​mars á næsta ári (2022). Sömu­leiðis benda okk­ar gögn til að bólu­setn­ing barna 12-15 ára minnki ver­lega lík­ur á smiti hjá þess­um ald­urs­hópi en smit hjá börn­um (einkum óbólu­sett­um) er um 30% af öll­um greind­um smit­um. Í und­irbún­ingi er nú að hefja bólu­setn­ingu hjá börn­um fimm til og með 11 ára og verður end­an­leg ákvörðun kynnt á næst­unni.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert