Síðustu sjö ár þau heitustu frá upphafi mælinga

Gríðarlegt tjón varð í Þýskalandi síðasta sumar vegna flóða.
Gríðarlegt tjón varð í Þýskalandi síðasta sumar vegna flóða. AFP

Síðustu sjö ár hafa verið þau heit­ustu frá því að mæl­ing­ar hóf­ust. Mun­ur­inn á þeim og fyrri árum er greini­leg­ur að því er fram kem­ur í skýrslu frá Kópernikus, lofts­lags­stofn­un Evr­ópu­sam­bands­ins.

Í um­fjöll­un AFP-frétta­stof­unn­ar um málið er fjallað um veðuröfga und­an­far­inna ára; hita­bylgju í Banda­ríkj­un­um, mik­il flóð í Asíu, Afr­íku, Banda­ríkj­un­um og Evr­ópu og mikla gróðurelda í Ástr­al­íu og Síberíu.

Árið 2021 var ör­lítið hlýrra á jörðinni en árin 2015 og 2018. Frá ár­inu 2015 hef­ur verið hlýrra en áður en ná­kvæm­ar mæl­ing­ar hóf­ust um miðja 19. öld­ina.

Árleg­ur meðal­hiti und­an­far­inna sjö ára var 1,1 til 1,2 gráðum hlýrri en árin 1850-1900 þrátt fyr­ir áhrif veður­fyr­ir­bær­is­ins La Nina en því fylg­ir kuldi.

Í til­kynn­ingu frá Kópernikus kem­ur fram að síðustu sjö ár, það er árið 2015 og árin sex eft­ir það, eru þau heit­ustu síðan mæl­ing­ar hóf­ust.

„Árið 2021 var enn eitt ár mik­ils hita en sum­arið var það heit­asta í Evr­ópu, mikl­ar hita­bylgj­ur við Miðjaðar­hafið svo ekki sé minnst á hit­ann í Banda­ríkj­un­um,“ sagði Car­lo Bu­ontempo, for­stjóri Kópernikus­ar­stofn­un­ar­inn­ar.

Row­an Sutt­on yf­ir­maður lofts­lags­rann­sókna við Rea­ding-há­skóla, seg­ir að taka þurfi hækk­andi hita af al­vöru.

„Við eig­um að líta á at­b­urði eins og hita­bylgju í Kan­ada og flóð í Þýskalandi sem létt­an löðrung sem vek­ur fólks til lífs­ins vegna al­var­leika lofts­lags­breyt­inga,“ sagði Sutt­on.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert