Milljarðamæringurinn Elon Musk segir að kaup hans á samfélagsmiðlinum Twitter séu í bið á meðan kannað er hversu margir falskir reikningar eru þar í umferð.
Þetta kemur fram í færslu Musk á Twitter.
Twitter deal temporarily on hold pending details supporting calculation that spam/fake accounts do indeed represent less than 5% of usershttps://t.co/Y2t0QMuuyn
— Elon Musk (@elonmusk) May 13, 2022
Musk vísar í frétt frá 2. maí þar sem fram kemur að áætlað sé að slíkir reikningar séu um 5% af notendum samfélagsmiðilsins.
Í kjölfar yfirlýsingar Musk hafa virði hlutabréfa Twitter lækkað um 18%. Musk hefur sagt það eina sína helstu áherslu að útrýma fölskum reikningum á Twitter.