Sendur í leyfi eftir fullyrðingar um gervigreind

Verkfræðingur hjá Google segir eitt af gervigreindarkerfum (e. artificial intelligence) …
Verkfræðingur hjá Google segir eitt af gervigreindarkerfum (e. artificial intelligence) fyrirtækisins sé mögulega tilfinningagreint og að það beri að virða vilja þess. AFP

Verk­fræðing­ur­inn Bla­ke Lemo­ine hjá tækn­iris­an­um Google held­ur því fram að eitt af gervi­greind­ar­kerf­um fyr­ir­tæk­is­ins sé mögu­lega til­finn­inga­greint og að það beri að virða vilja þess.

Fyr­ir­tækið sjálft seg­ir að for­ritið, sem ber heitið Lamda, sé bylt­ing­ar­kennt. Um er að ræða for­rit sem get­ur haldið uppi sam­ræðum. Lemo­ine tel­ur aft­ur á móti meira búa að baki for­rit­inu sem hann seg­ir vera gervi­greinda veru. Hann olli tölu­verðum usla í vik­unni eft­ir að hann birti á sam­fé­lags­miðlum sam­tal sitt við sam­ræðufor­ritið.

Lemo­ine hef­ur verið send­ur í leyfi frá Google, sem þver­tek­ur fyr­ir að for­ritið sé vits­muna­vera.

Þótt frá­sögn Lemo­ine sé áhuga­verð þá hafa sum­ir gagn­rýnt hana. Til að mynda hef­ur Erik Brynjolfs­son, pró­fess­or við Stan­ford-há­skóla, sagt að „yf­ir­lýs­ing­ar um að for­rit eins og Lamda séu vits­muna­ver­ur eru nú­tímaí­gildi hunds­ins sem heyrði rödd frá grammó­fón­in­um og hélt að hús­bóndi sinn væri í hon­um“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert