Umfangsmikil alþjóðleg rannsókn hefur leitt í ljós að nærri helming dauðsfalla af völdum krabbameins í heiminum megi rekja til notkun tóbaks eða áfengis.
Vísindamenn greindu áhrif 34 áhættuþátta og hefur það nú verið staðfest að tóbak er langstærsti þátturinn, eða í 33,9 prósent tilfella, og þar á eftir áfengi, eða 7,4 prósent.
Meira en helming allra dauðsfalla af völdum krabbameins hjá körlum má rekja til slíkra áhættuþátta og þriðjung dauðsfalla meðal kvenna.
Að mati vísindamanna beri að leggja meiri áherslu á forvarnir.
„Krabbamein er enn mikilvæg lýðheilsu áskorun sem fer vaxandi um allan heim,“ sagði Christopher Murray, forstöðumaður við læknadeild háskólans í Washington og meðhöfundur rannsóknarinnar.
„Reykingar eru áfram leiðandi áhættuþáttur krabbameins á heimsvísu.“
Aftur á móti var ekki hægt að rekja um það bil helming greininga krabbameins til neins þekkts áhættuþáttar.