Brotlenti á smástirninu á gífurlegum hraða

Tölvugerð mynd frá því í nóvember sem sýnir DART geimskipið …
Tölvugerð mynd frá því í nóvember sem sýnir DART geimskipið í þann mund að klessa á Dímorfos. AFP/NASA

Mik­il fagnaðarlæti brut­ust út í banda­rísku geim­ferðastofn­un­inni NASA þegar geim­farið DART brot­lenti á smá­st­irn­inu Dím­or­fos í kvöld á 21.599 km/​klst hraða. Geim­farið hef­ur verið á ferð í nokkra mánuði en því var skotið á loft í Kali­forn­íu í Banda­ríkj­un­um í nóv­em­ber í fyrra.

NASA mun á næst­unni fylgj­ast grannt með því hvort brot­lend­ing­in hafi borið til­skil­inn ár­ang­ur en mark­miðið var að láta geim­farið fljúga á smá­st­irnið til þess að hnika spor­braut þess um móður­hnött­inn Dí­dýmos. 

Þetta er gert í til­rauna­skyni til að ganga úr skugga um hvort hægt sé að breyta stefnu loft­steins sem myndi ann­ars lenda á jörðinni, hugs­an­lega með hrika­leg­um af­leiðing­um. Um er að ræða sögu­lega til­raun en þetta er í fyrsta skipti sem þetta er reynt. 

Geim­farið er á stærð við bif­reið en smá­st­irnið Dím­or­fos er um 160 metr­ar á lengd. Rétt áður en geim­farið brot­lenti bár­ust fyrstu ná­kvæmu mynd­irn­ar af smá­st­irn­inu.

Skjáskot af smástirnin úr geimfarinu rétt áður en það brotlenti.
Skjá­skot af smá­st­irn­in úr geim­far­inu rétt áður en það brot­lenti. AFP/​NASA
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert