Sólheimajökull hopaði um 110 metra á einu ári

Björgunarsveitarmenn sigldu með nema á lóni við Sólheimajökul upp að …
Björgunarsveitarmenn sigldu með nema á lóni við Sólheimajökul upp að sporði þar sem jökullinn kelfir Ljósmynd/Aðsend

Á einu ári hefur Sólheimajökull í Mýrdal hopað um alls 37 metra. Þetta kom í ljós í leiðangri sem Hvolsskóli á Hvolsvelli gerði út í fyrri viku til þess að mæla jökulinn og stöðu hans. Slíkt hefur verið gert síðastliðin tólf ár og er hluti af þeirri kennslu sem nemendur í 7. bekk skólans fá í náttúrufræði. Til þessa nutu nemendurnir meðal annars liðsinnis félaga úr björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli sem voru á staðnum með bát til þess að sigla út á lónið framan við jökulinn.

Misjafnt hefur verið milli ára hve mikið Sólheimajökull hefur hopað. Milli áranna 2017 og 2018 var eftirgjöfin 11 metrar en 110 metrar næsta ár. Mælingar þessar fara fram með GPS-tækni og eru býsna nákvæmar.

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert