Sakleysisleg öpp stela upplýsingum

Milljónir notenda fengu viðvörun í gær, föstudag.
Milljónir notenda fengu viðvörun í gær, föstudag. AFP

Bandaríska fyrirtækið Meta hefur varað milljónir Facebook-notenda við og sagt þá í hættu vegna þess að þeir hafi sett sakleysisleg símaöpp upp í símum sínum.

Öppin séu í reynd sérstaklega hönnuð með það í huga að stela lykilorði viðkomandi á samfélagsmiðlinum og hugsanlega valda enn meiri skaða.

Bara á þessu ári hefur Meta fundið meira 400 skaðleg öpp af þessu tagi.

Oftast myndvinnsluöpp 

„Þessi öpp eru fáanleg til niðurhals undir því yfirskini að þau séu myndvinnsluforrit, leikir, VPN-þjónustur, viðskiptaöpp og fleira sem gæti platað símeigendur til að hala þeim niður,“ segir í tilkynningu frá Meta.

Þessi spilliöpp biðja síðan fólk að skrá sig inn í appið með Facebook-aðgangi sínum og þannig stela þeir öllum upplýsingum um notendur og lykilorð þeirra.

„Þeir eru bara að reyna að plata fólk til að skrá sig inn svo þeir geti hakkað sig inn á reikningana þeirra,“ segir David Agranovich sem leiðir starf gegn spilliforritum hjá Meta.

Milljónir notenda séu nú þegar í hættu.

Algengustu forritin tengjast myndvinnslu.
Algengustu forritin tengjast myndvinnslu. AFP

Margar klær úti

Algengustu spilliöppin tengjast myndvinnslu, eða 40%, en svo eru önnur mun sakleysislegri eins og app sem á að gera fólki kleift að nota símann eins og flóðljós.

„Það er mat okkar að þeir sem búa til þessi öpp reyni að hafa sem flestar klær úti og bjóða margvíslega þjónustu,“ segir Agranovich og kveðst búast við að meira liggi undir en að ná bara í Facebook-aðganga notenda, heldur hugsanlega miklu fleiri lykilorð á símanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert