Hvað er Mastodon?

Mastodon er vinsæll kostur hjá fyrrverandi notendum Twitter.
Mastodon er vinsæll kostur hjá fyrrverandi notendum Twitter. AFP/Joel Saget

Í kjöl­far yf­ir­töku Elons Musk á Twitter hafa sum­ir not­end­ur sam­fé­lags­miðils­ins fært sig yfir á aðra miðla. Einn vin­sæl­asti arftaki Twitter er Mastodon.

Stofn­andi Mastodon og eini starfsmaður fyr­ir­tæk­is­ins, Eu­gen Roch­ko, byrjaði að búa til miðil­inn árið 2016 en í kjöl­far yf­ir­töku Musks á Twitter hef­ur orðið gíf­ur­leg fjölg­un á not­end­um.

CNN seg­ir að not­end­ur Mastodon séu nú fleiri en millj­ón manns, en tæp­lega helm­ing­ur allra not­enda stofnuðu aðgang sinn á síðustu tveim­ur vik­um.

Eins í fljótu bragði

Í fljótu bragði lít­ur Mastodon svipað út og Twitter. Hægt er að skrifa færsl­ur sem kallaður eru „flaut“ (e. toot) sem eru sam­bæri­lega færsl­um á Twitter sem eru kallaðar tíst (e. tweet).

Flaut geta ekki verið lengri en 500 staf­ir og hægt er að setja inn mynd­ir, mynd­bönd, skoðanakann­an­ir og fleira með sama hætti og á Twitter ásamt því að fylgja ákveðnum not­end­um og fylgj­ast með því sem þeir „flauta“.

Aðal mun­ur­inn á sam­fé­lags­miðlun­um hef­ur að gera með hvernig þeir eru gerðir út. Ólíkt Twitter er Mastodon ekki með neina eina miðlæga heimasíðu sem er hýst á ein­um stað í eigu fyr­ir­tæk­is.

Mastodon ger­ir sig út fyr­ir að vera ókeyp­is og op­inn hug­búnaður (e. open-source).

Þegar not­end­ur búa til aðgang sinn þurfa þeir að skrá sig á ákveðinn netþjón sem mun hýsa aðgang­inn. Þetta virk­ar á svipaðan hátt og þegar búið er til net­póst­fang að þá þarf að velja sér hýsil, eins og Gmail eða Ya­hoo.

Eft­ir að netþjónn er val­inn get­ur not­andi fylgt not­end­um af öðrum netþjón­um og haft sam­skipti við þá eins og á Twitter.

Eng­inn einn get­ur átt Mastodon

BBC lýs­ir Mastodon þannig að það sé ekki eitt­hvað eitt fyr­ir­bæri. Held­ur tengj­ast all­ir þess­ir mis­mun­andi netþjón­ar sam­an og mynda eina heild.

Netþjón­arn­ir eru í eigu mis­mun­andi fyr­ir­tækja og ein­stak­linga og er Mastodon þannig ekki í eigu ein­hvers eins ein­stak­lings né fyr­ir­tæk­is.

Stofn­andi Mastodon, Eu­gen Roch­ko frá Þýskalandi, sagði í viðtali við tíma­rit Time að það hafi ein­mitt verið kveikj­an að hug­mynd­inni að Mastodon.

„Ég var að hugsa um það hversu mik­il­vægt það væri að hafa leið til þess að hafa sam­skipti við vini mína á net­inu í gegn­um stutt skila­boð og hversu mik­il­vægt það væri fyr­ir heim­inn,“ sagði Roch­ko.

Taldi hann að slík ábyrgð ætti kannski ekki að vera í hönd­un­um á einu stöku fyr­ir­tæki.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert