Bylting fyrir orkuframleiðslu

Vísindamenn frá Lawrence Livermore rannsóknarstofunni.
Vísindamenn frá Lawrence Livermore rannsóknarstofunni. CHIP SOMODEVILLA

Bandarískir vísindamenn kynntu í dag sögulegar framfarir í kjarnasamrunatækni. Lawrence Livermore rannsóknarstofan í Kaliforníu greindi frá því að það hafi tekist að framleiða umfram orku úr kjarnasamruna, fyrsta skipti í sögunni sem slíkt tekst á rannsóknarstofu.

Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna lýsti afrekinu sem byltingu í orkuframleiðslu sem myndi leiða til framfara í þjóðaröryggi og væri framtíð hreinnar orku.

Vísindamenn hafa unnið að því í áratugi að þróa kjarnasamrunatækni. Stuðningsmenn aðferðarinnar segja orkuna frá kjarnasamruna; hreina, næga og örugga sem myndi gera mannkyninu kleift að hætta reiða sig á jarðefnaeldsneyti.

Enn langt í land

Kjarnorkuver nú til dags nota kjarnaklofnun, eindir í þungum atómkjarna eru klofnar, til þess að framleiða orku.

Hins vegar í kjarnasamruna þá sameinast tvær eindir, í þessu tilfelli vetniseindir, og mynda þyngra efni (helíum). Í þessu ferli leysist úr læðingi gríðarlega mikil orka. Þetta ferli á sér stað í stjörnum, þar á meðal Sólinni.

Eins og kjarnaklofnun, þá er kjarnasamruni kolefnislaus aðferð en hún hefur mun fleiri kosti en kjarnaklofnun; engin áhætta er á kjarnaorkuslysi og mun minni kjarnorkuúrgangur fylgir ferlinu.

Þrátt fyrir framfarirnar þá er enn langt í það að kjarnasamruni verði raunhæfur orkuframleiðslu kostur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert