Leysti 20.000 ára gamla gátu

Tunglið kemur við sögu.
Tunglið kemur við sögu. AFP

Bresk­ur hús­gagna­smiður á heiður­inn að mik­il­vægri upp­götv­un sem hef­ur leitt í ljós hvers vegna veiðimenn á ís­öld máluðu mynd­ir í hell­um. 

Fram kem­ur í um­fjöll­un breska út­varps­ins, að Ben Bacon hafi grandskoðað tákn á 20.000 ára göml­um mynd­um og komst hann að þeirri niður­stöðu að tákn­in vísuðu til stöðu tungls­ins. 

Það varð til þess að teymi sér­fræðinga gat sannað að fyrstu íbú­arn­ir í Evr­ópu skráðu hjá sér tíma­setn­ing­ar um frjó­semi dýra. Bacon seg­ir að það hafi verið súr­realískt að hafa kom­ist að því hvað veiðimenn­irn­ir til forna voru að segja. 

Víða í Evr­ópu hafa fund­ist hella­mál­verk af ýms­um dýr­um, m.a. fisk­um, hrein­dýr­um og naut­grip­um. Forn­leifa­fræðing­ar höfðu aft­ur á móti ekki áttað sig á því hvað punkt­ar og önn­ur tákn á mynd­un­um þýddu. Eða þar til nú. 

Bacon varði mörg­um klukku­stund­um við leit á vefn­um og á kon­ung­lega breska bóka­safn­inu við að bera sam­an mynd­ir af hella­mál­verk­um. Hann sankaði að sér miklu magni gagna og hóf að skoða og bera sam­an þau tákn sem hann fann á mynd­un­um. 

Hann skoðaði m.a. táknið Y á sum­um mynd­um sem hann taldi að væri tákn fyr­ir fæðingu, þar sem táknið sýn­ir eina línu vaxa út frá ann­arri. Niður­stöðurn­ar bar hann und­ir vini og fræðimenn sem hvöttu hann til að halda rann­sókn sinni áfram, þrátt fyr­ir að hann væri ekki vís­indamaður. 

Hann hóf að starfa með teymi, þar á meðal tveim­ur pró­fess­or­um frá há­skól­an­um í Dur­ham og ein­um frá há­skóla í London, og með því að skoða fæðing­artíðni svipaðra dýra í dag, þá komust þeir að þeirri niður­stöðu að fjöldi tákna á hella­mál­verk­un­um hafi verið skrán­ing á æxl­un­ar­tíma­bil­um dýra, sem tók þá mið af gangi tungls­ins hverju sinni. 

Upp­götv­un­in var síðan birt í vís­inda­rit­inu Cambridge Archeological Journal. Einn vís­inda­mann­anna seg­ir að niður­stöðurn­ar sýni fram á að veiðimenn á ís­öld hafi verið þeir fyrstu sem notuðu daga­tal með kerf­is­bundn­um hætti og hafi skráð hjá sér mik­il­væg­ar vist­fræðileg­ar breyt­ing­ar sem hafi átt sér stað á til­teknu tíma­bili. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka