Karen Green fékk iPhone árið 2007, en ólíkt flestum öðrum opnaði hún aldrei kassann.
iPhone Green seldist á rúmlega 53 þúsund dollara á uppboði á sunnudag, eða um níu milljónir króna.
Um er að ræða fyrstu gerð iPhone-símans, en nú eru seldir iPhone 14.
BBC greinir frá því að verðmat símas var um 50 þúsund dollarar. Síminn seldist á meira en 100 sinnum dýrara verði en hann var seldur á árið 2007, 599 dollara.
„Að finna fyrstu gerð iPhone-síma frá 2007, sem er eins og glænýr og enn innsiglaður er ótrúlegt,“ sagði Mark Montero hjá LCG uppboðhúsinu við BBC.
Uppboðið hófst 2. febrúar og lauk á sunnudag og höfðu þá borist 27 boð.
Vinir Green gáfu henni símann í gjöf árið 2007 er hún fékk nýtt starf. Green var nýbúin að kaupa annan síma svo hún geymdi iPhone-símann óopnaðan.
„Þetta er iPhone, svo hann verður aldrei úreldur,“ sagði Green í viðtali árið 2019.