9 milljónir fyrir iPhone af fyrstu gerð

Síminn er 8 gígabæt.
Síminn er 8 gígabæt. Ljósmynd/LCG Auctions

Kar­en Green fékk iP­ho­ne árið 2007, en ólíkt flest­um öðrum opnaði hún aldrei kass­ann. 

iP­ho­ne Green seld­ist á rúm­lega 53 þúsund doll­ara á upp­boði á sunnu­dag, eða um níu millj­ón­ir króna. 

Um er að ræða fyrstu gerð iP­ho­ne-sím­ans, en nú eru seld­ir iP­ho­ne 14. 

BBC grein­ir frá því að verðmat símas var um 50 þúsund doll­ar­ar. Sím­inn seld­ist á meira en 100 sinn­um dýr­ara verði en hann var seld­ur á árið 2007, 599 doll­ara. 

„Að finna fyrstu gerð iP­ho­ne-síma frá 2007, sem er eins og glæ­nýr og enn inn­siglaður er ótrú­legt,“ sagði Mark Montero hjá LCG upp­boðhús­inu við BBC. 

Fékk sím­ann í gjöf

Upp­boðið hófst 2. fe­brú­ar og lauk á sunnu­dag og höfðu þá borist 27 boð. 

Vin­ir Green gáfu henni sím­ann í gjöf árið 2007 er hún fékk nýtt starf. Green var ný­bú­in að kaupa ann­an síma svo hún geymdi iP­ho­ne-sím­ann óopnaðan. 

„Þetta er iP­ho­ne, svo hann verður aldrei úr­eld­ur,“ sagði Green í viðtali árið 2019. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert