Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) segir Íslensk stjórnvöld ekki hafa uppfyllt skyldur sínar samkvæmt samningnum Evrópska Efnahagssvæðisins (EES) um að koma á fót miðlægri vefsíðu sem gegnir hlutverki upplýsinga- og þjónustumiðstöðvar hins opinbera.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá ESA.
ESA sendi í dag frá sér áminningarbréf til Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis Íslands. Í bréfinu er sagt að Ísland.is standist ekki kröfur EES stafræna þjónustumiðstöð og krafist er að Ísland innleiði reglur EES um slíkt.
Þar kemur fram að Íslensk stjórnvöld hafi tvo mánuði til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri áður en ESA ákveður hvort fara skuli með málið lengra.
Í bréfinu er kemur fram að Íslensk stjórnvöld hafi haldið því fram að vefsíðan Ísland.is væri upplýsinga – og þjónustumiðstöð, en ESA segir að vefsíðan uppfylli ekki skilyrðin til þess að vera slík.
ESA segir að stafrænni slíkri miðstöð er ætlað að gera einstaklingum og þjónustuveitendum kleift að veita þjónustu í öðrum EES-ríkjum og að það geri Ísland.is ekki.
Þar séu engar upplýsingar tiltækar þeim sem vilja veita þjónustu erlendis frá og ekki heldur um hvernig skuli sækja um viðurkenningu til starfsréttinda á Íslandi. Þar að auki sé ekki tilgreint hvaða stjórnvald fari með hvaða þjónustur eða viðurkenningar.
Það er einnig gagnrýnt að ekki sé hægt að nota erlend rafræn skilríki til að ganga frá umsóknum á síðum opinberra stofnana á Íslandi.
ESA segir þetta vera brot á reglum EES sem fela í sér að stafræn þjónusta hins opinbera skuli viðurkenna og taka við rafrænum skilríkum gefin út í öðrum á efnahagssvæðinu.