Ætla að taka 30 nýjar hraðhleðslustöðvar í notkun

Félagið hefur ráðist í mikla uppbyggingu á þessu sviði á …
Félagið hefur ráðist í mikla uppbyggingu á þessu sviði á undanförnum árum og rekur meðal annars stærsta hleðslugarð landsins við Staðarskála. Á svæðinu er aðstaða til hleðslu alls 17 ökutækja í senn, níu í hleðslustöðvum N1 og átta í stöðvum Tesla. Ljósmynd/Aðsend

N1 mun á næstu mánuðum stækka og uppfæra hraðhleðslustöðvanet sitt á landinu. Alls stefnir félagið á að taka 30 nýjar hraðhleðslustöðvar í notkun sem allar verða með 150 kW hleðslugetu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 

Fyrir rekur N1 hraðhleðslustöðvar með ýmist 50 kW eða 150 kW hleðslugetu á Blönduósi, Borgarnesi, Egilsstöðum, Háholti, Hvolsvelli, Ísafirði, Kirkjubæjarklaustri, Sauðárkróki, Skógarlind, Staðarskála og Vík. Auk þess má finna Tesla-hleðslustöðvar á N1 Fossvogi og Staðarskála. Eftir uppfærsluna verða allar hraðhleðslustöðvar við þjónustustöðvar N1 með 150 kW hleðslugetu. Slíkar hleðslustöðvar henta vel til hleðslu á stærri ökutækjum eins og þeirra sem notaðar eru til vöruflutninga, segir í tilkynningu. 

Sem fyrr segir hyggst hefja rekstur á 30 nýjum 150 kW hraðhleðslustöðvum á komandi mánuðum, en þær verða við eftirfarandi þjónustustöðvar N1.

  • Borgarnes
  • Hvolsvöllur
  • Akureyri
  • Vík
  • Blönduós
  • Egilsstaðir
  • Ártúnshöfði, Reykjavík
  • Flugvellir, Reykjanesbær
  • Háholt, Mosfellsbær
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert