N1 mun á næstu mánuðum stækka og uppfæra hraðhleðslustöðvanet sitt á landinu. Alls stefnir félagið á að taka 30 nýjar hraðhleðslustöðvar í notkun sem allar verða með 150 kW hleðslugetu.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
Fyrir rekur N1 hraðhleðslustöðvar með ýmist 50 kW eða 150 kW hleðslugetu á Blönduósi, Borgarnesi, Egilsstöðum, Háholti, Hvolsvelli, Ísafirði, Kirkjubæjarklaustri, Sauðárkróki, Skógarlind, Staðarskála og Vík. Auk þess má finna Tesla-hleðslustöðvar á N1 Fossvogi og Staðarskála. Eftir uppfærsluna verða allar hraðhleðslustöðvar við þjónustustöðvar N1 með 150 kW hleðslugetu. Slíkar hleðslustöðvar henta vel til hleðslu á stærri ökutækjum eins og þeirra sem notaðar eru til vöruflutninga, segir í tilkynningu.
Sem fyrr segir hyggst hefja rekstur á 30 nýjum 150 kW hraðhleðslustöðvum á komandi mánuðum, en þær verða við eftirfarandi þjónustustöðvar N1.