Meðalhiti sjávar aldrei hærri

Sólsetur við Mumbai á Indlandi 28. mars.
Sólsetur við Mumbai á Indlandi 28. mars. AFP/Punit Paranjpe

Meðal­hiti sjáv­ar hef­ur aldrei mælst hærri síðan að byrjað var að beita gervi­hnött­um til að mæla sjáv­ar­hita.

Þetta kem­ur fram í frétt Guar­di­an.

Bráðabirgðagög frá Haf- og lofts­lags­stofn­un Banda­ríkj­anna (NOAA) sýna að meðal­hiti sjáv­ar hef­ur verið 21,1 gráða frá mánaðamót­um. Fyrra metið var 21 gráða árið 2016.

Síðustu þrjú ár hafa aðstæður vegna veður­fyr­ir­bær­is­ins La Niña verið uppi í Kyrra­hafi. Hef­ur það hjálpað til að halda hita­stigi lægra en ella og dregið úr áhrif­um frá hlýn­un jarðar.

Vís­inda­menn telja aft­ur á móti að vís­bend­ing­ar séu um að veður­fyr­ir­bærið El Niño gæti farið að gera vart við sig síðar á þessu ári. Það geti aukið hætt­una á ýktu veðurfari og lík­lega verði hita­met þá sleg­in víða um jörðina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert