Musk opnar sig um kaupin á Twitter

Elon Musk segir það „sársaukafullt“ að reka Twitter í viðtali …
Elon Musk segir það „sársaukafullt“ að reka Twitter í viðtali við Breska ríkisútvarpið. AFP/Jim Watson

Auðkýf­ing­ur­inn Elon Musk seg­ist ein­ung­is hafa keypt sam­fé­lags­miðil­inn Twitter vegna þess að hann hafi verið til­neydd­ur til þess en kveðst þó ekki sjá eft­ir kaup­un­um.

Breska rík­is­út­varpið birti í dag viðtal þar sem blaðamaður­inn James Clayt­on ræddi við Musk. Í viðtal­inu opnaði hann sig um kaup­in á Twitter og ræddi meðal ann­ars hvernig rekst­ur­inn hafi gengið á síðustu mánuðum. Hann seg­ir að ástandið hafi verið „sárs­auka­fullt“ en hann hef­ur látið segja um um 6.500 starfs­mönn­um á sein­ustu mánuðum.

„Ákveðinn rúss­íbani“

„Þetta hef­ur ekki verið leiðin­legt,“ seg­ir hann aðspurður um hvernig hon­um finnst sér hafa gengið hjá fyr­ir­tæk­inu. „Þetta hef­ur verið ákveðinn rúss­íbani,“ seg­ir hann en bæt­ir við að það hef­ur verið afar stress­andi ástand hjá sam­fé­lags­miðlin­um sein­ustu mánuði. Hann seg­ist sofa af og til í skrif­stof­um Twitter, inni á bóka­safn­inu sem hann seg­ir að eng­inn noti. 

Hann er þó enn á því að það hafi verið rétt ákvörðun að kaupa Twitter en seg­ist þó vera til­bú­inn að selja miðil­inn ef rétti kaup­and­inn hef­ur áhuga.

„Ekki neitt partí“

Hann seg­ir að það hafi verið nokkuð sárs­auka­fullt að reka sam­fé­lags­miðil­inn og að rekst­ur­inn hafi ekki verið neitt partí en eins og marg­ir þekkja þá lét Musk segja upp fjölda starfs­manna þegar hann tók við kefl­inu og í viðtal­inu við BBC seg­ir hann að nú séu um 1.500 starfs­menn hjá Twitter en þegar hann tók við fyr­ir­tæk­inu voru þar um 8.000 starfs­menn.

„Ég myndi ekki segja að mér hafi verið sama,“ seg­ir Musk og bæt­ir því við að fyr­ir­tækið væri orðið gjaldþrota hefðu út­gjöld ekki vera minnkuð. „Þetta snýst ekki um hvort mér hafi verið sama eða ekki.“

Hann kveðst ekki sjá eft­ir mörgu. Eitt sem hann seg­ist þó sjá eft­ir sé að hann hafi þurft að selja eign­ar­bréf sín í Tesla til þess að klára kaup­in á Twitter.

Rak eng­an í eig­in per­sónu

Musk viður­kenn­ir að hann hafi ekki einu sinni rekið nokk­urn starfs­mann í eig­in per­sónu. Hann seg­ir það ómögu­legt að tala við svona margt fólk augn­liti til augn­lits.

Mik­ill usli varð bæði hér á landi og er­lend­is þegar Musk átti í op­in­ber­um deil­um við at­hafna­mann­inn og frum­kvöðul­inn Har­ald Þor­leifs­son. Deil­urn­ar urðu til vegna þess Musk hafi ætlað sér að reka Har­ald út frá því sem Musk vildi kalla miskiln­ing. Þá fékk Har­ald­ur enga til­kynn­ingu um starfs­lok hans, held­ur var skyndi­lega lokað á tölvu­póst Har­alds hans.

Seg­ir „sann­leik­an“ skipta meira máli en pen­inga

Musk seg­ir að hann myndi ekki vilja selja fyr­ir­tækið fyr­ir það sama og hann keypti það á, 44 millj­arða banda­ríkja­dala, tæp­ar 6 millj­arða ís­lenskra króna. Það sem hann seg­ist kæra sig meira um kaup­and­inn hafi „sann­leika“ í fyr­ir­rúmi frek­ar en það sem kaup­andi myndi greiða fyr­ir miðil­inn.

Þess var getið á sín­um tíma að Musk leggði áherslu á að efla tján­inga­frelsi á miðlin­um og sporna gegn dreif­ingu rangra upp­lýs­inga. Í því fólst að lyfta af banni á ákveðnu reikn­ing­um, til að mynda Don­alds Trumps fyrr­um Banda­ríkja­for­seta, sem hef­ur reynd­ar enn ekki notað miðil­inn síðan.

BBC kveðst einnig hafa skoðað rúm­lega þúsund aðganga sem höfðu verið leyfðir að nýju eft­ir að Musk tók við og þá hafi komið í ljós að þriðjung­ur þeirra dreifði röng­um upp­lýs­ing­um ít­rekað.

BBC og banda­ríska rík­is­út­varpið, meðal annarra fjöl­miðla, hafa átt í deil­um við Musk að und­an­förnu þar sem Twitter hef­ur merkt slíka miðla sem „rík­is­tengda“ á sam­fé­lags­miðlin­um, sem er ekki rétt skil­grein­ing sam­kvæmt regl­um Twitter.

Í viðtal­inu kvaðst hann ætla breyta merk­ing­unni í „al­menn­ings­fjár­magnaður fjöl­miðillþ“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert