Geimflaug Musk og SpaceX sprakk í háloftunum

Tilraunaskot bandaríska geimtæknifyrirtæksins Space X gekk vel þrátt fyrir að …
Tilraunaskot bandaríska geimtæknifyrirtæksins Space X gekk vel þrátt fyrir að geimflaugin hafi sprungið í háloftunum. AFP/Patrick T. Fallon

Til­rauna­skot banda­ríska geim­tæknifyr­ir­tæk­is­ins Space X gekk vel þrátt fyr­ir að geim­flaug­in hafi sprungið í háloft­un­um.

Um var að ræða til­rauna­skot nýrr­ar geim­flaug­ar, þeirr­ar stærstu sem smíðuð hef­ur verið, sem hönnuð er til að ferja geim­fara til tungls­ins, reiki­stjörn­unn­ar Mars og jafn­vel enn fjær jörðu.

Til­rauna­skotið átti að fara fram á mánu­dag en var frestað vegna þrýst­ings­vanda á fyrsta stigi geim­skots­ins.

Flaug­in tók á loft á rétt­um tíma, klukk­an 13.35 að ís­lensk­um tíma og án þess að skemmd­ir yrðu á eld­flaugar­pall­in­um. Flug­takið var frek­ar hægt og það virt­ist vera sem nokkr­ir hreyfl­ar hefðu ekki virkað sem skyldi.

Geim­flaug­in „Stars­hip“ er í tveim­ur hlut­um sem áttu að aðskilj­ast en á því lyk­i­laugna­bliki fór eitt­hvað úr­skeiðis og flaug­in varð stjórn­laus og sprakk að lok­um. Mögu­lega hef­ur vanda­málið gert að verk­um að tölvu­kerfi flaug­ar­inn­ar hafi sett af stað sjálf­eyðilegg­ing­ar­ferli.

For­svar­menn Space X eru him­in­lif­andi með til­rauna­skotið, sem eyðilagði ekki eld­flaugapall­inn, kom flaug­inni á loft og aflaði þeim mik­ils magns upp­lýs­inga. Geim­tæknifyr­ir­tækið hef­ur aðra flaug nærri til­búna nú þegar og get­ur bet­ur­bætt hana tals­vert á grund­velli upp­lýs­inga frá skot­inu í dag.

Elon Musk, eig­andi Space X, óskaði Space X - liðinu til ham­ingju með spenn­andi til­rauna­skot og sagði lær­dóm­inn mik­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert