Gervigreind getur leitt til útrýmingar mannskyns. Þetta segja sérfræðingar, m.a. þeir sem stýra OpenAI og Google Deepmind.
Tugir sérfræðinga hafa skrifað undir yfirlýsingu þess efnis sem hefur verið birt á vefsíðunni Centre for AI Safety.
Þeir segja að alþjóðasamfélagið eigi að leggja áherslu á að draga úr hættunni á að gervigreind geti útrýmt mannkyninu. Þetta eigi að vera forgangsmál rétt eins og að koma í veg fyrir útbreiðslu heimsfaraldurs og kjarnorkustyrjaldar.
Aðrir vilja meina að þessi hætta sé alls ekki fyrir hendi, að því er segir í umfjöllun BBC.
Sam Altmans, sem er forstjóri OpenAI, sem bjó til gervigreindarlíkanið ChatGPT, Demis Hassabis, forstjóri Google Deepmind, og Dario Amodei hjá Anthropic eru á meðal þeirra sem hafa skrifað undir ofangreinda yfirlýsingu.
Geoffrey Hinton, sem er kallaður guðfaðir gervigreindarinnar, og hefur áður varað við hættunni á gervigreind sem býr yfir ofurgreind, hefur einnig stutt ákall sérfræðinganna.
Fram kemur í umfjöllun BBC, að aðrir sérfræðingar telji óraunhæft að gervigreind geti þurrkað út mannkynið. Slíkur ótti dragi athyglina frá öðrum málum s.s. hlutdrægni í kerfum sem sé raunverulegur vandi sem þurfi að taka á.