Kuldablettur við Ísland setur hlýnun úr skorðum

Hér sést kuldabletturinn á hitakorti Nasa frá árinu 2015.
Hér sést kuldabletturinn á hitakorti Nasa frá árinu 2015. Kort/Nasa

Kulda­blett­ur­inn í Norður-Atlants­haf­inu. Svo kall­ast svæði suðvest­ur af Íslandi þar sem til­tölu­lega kalt hef­ur verið í sam­an­b­urði við það sem áður var, á sama tíma og hlýn­un­ar gæt­ir víðast hvar um heim­inn.

Korti sem sýn­ir blett­inn hef­ur verið dreift á sam­fé­lags­miðlum að und­an­förnu, í sam­hengi við þá til­finn­ingu höfuðborg­ar­búa að meiri hita skorti á suðvest­ur­horn­inu nú í byrj­un sum­ars. Fregn­ir af mikl­um hlý­ind­um á aust­an­verðu land­inu hafa ekki bætt þar úr skák.

Síðustu sum­ur þykja hafa sömu­leiðis valdið von­brigðum í Reykja­vík, að minnsta kosti hvað loft­hita varðar.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Har­ald­ur Ólafs­son, pró­fess­or við raun­vís­inda­deild Há­skóla Íslands, kortið sýna hitafrávik árið 2015.

Bráðnun Græn­lands­jök­uls

Frá­vikið er talið mega rekja til þess að sjór­inn sé kald­ari, sem sé lík­lega vegna þess að hægt hafi á djúp­sjáv­ar­mynd­un.

Har­ald­ur seg­ir að margt bendi til að djúp­sjáv­ar­mynd­un hafi verið hæg­ari um nokk­urt skeið og sé það lík­lega tengt því að ferskvatn hafi auk­ist í efstu lög­um sjáv­ar.

Er það talið stafa fyrst og fremst af bráðnun Græn­lands­jök­uls.

Reiknilíkön spá því sama

Har­ald­ur seg­ir það áhuga­vert að reiknilíkön sem spá fram í tím­ann geri ráð fyr­ir aukn­um hita á öll­um stöðum jarðar, en einna minnst á þess­um bletti, suðvest­an Íslands.

Nán­ast alls staðar ann­ars staðar á hnett­in­um verði hlýn­un meiri, en á þessu svæði við Ísland.

Þegar litið er til síðustu ára seg­ir Har­ald­ur þetta svæði hafa verið í kald­ara lagi. Hann seg­ir kuld­ann því lík­leg­ast mega rekja til lægri sjáv­ar­hita og ýms­ar rann­sókn­ir benda til þess.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert