Samhliða uppbyggingu fjarskiptafélaganna á 5G sendum hafa netgæði á svæðum utan þéttbýla stórbæst og nú er hægt að fá sérstakan 5G netbúnar fyrir sumarbústaði hjá Vodafone.
Samkvæmt talningu Fasteignaskrár Íslands eru skráð sumarhús á Íslandi um 15.000. Langflest þeirra eru staðsett á Suður- og Vesturlandi. Mörg þeirra eru staðsett á svæðum þar sem fastlínu nettenging er ekki til staðar og því þarf að nota 4G og 5G netbeina til þess að ná nettengingu á þeim svæðum, segir í tilkynningu frá Vodafone.
Nú er hægt að fá sérstakan 5G netbúnað fyrir sumarbústaði hjá Vodafone en í tilkynningunni segir að mikil eftirspurn sé eftir slíkum búnaði, sérstaklega hjá sumarhúsaeigendum í Grímsnesi þar sem 5G samband á að vera mjög gott.
Vodafone hefur sett upp um 100 5G senda víðsvegar um landið og von er á fleirum á vinsælum sumarhúsasvæðum. Þá segir í tilkynningunni að þeir viðskiptavinir sem skipt hafa frá 4G yfir á 5G segjast finna fyrir miklum mun á netgætum, sérstaklega á sjónvarps streymi.
„Það á enginn að sætta sig við slæmt netsamband þar sem að nýja 5G tæknin er svo sannarlega að auðvelda notendum lífið,” er haft eftir Siggeiri Erni Steinþórssyni, forstöðumaðumanni vöruþróunar og upplifunar viðskiptavina hjá Vodafone, í tilkynningunni.