Hlutu Nóbelsverðlaunin fyrir bólefni gegn Covid-19

Katalin Kariko (til vinstri) og Drew Weissman með verðlaun sem …
Katalin Kariko (til vinstri) og Drew Weissman með verðlaun sem þau hlutu í Japan á síðasta ári. AFP/Eugene Hoshiko

Katal­in Kari­ko frá Ung­verjalandi og Drew Weissman frá Banda­ríkj­un­um hlutu Nó­bels­verðlaun­in í lækna­vís­ind­um í morg­un fyr­ir starf sitt við RNA-veir­ur sem lagði grund­völl­inn að bólu­efn­um gegn Covid-19.

Fyr­ir fram voru þau tal­in lík­leg til að hreppa verðlaun­in.

Mynd af verðlaunahöfunum var varpað upp á tjald þegar tilkynnt …
Mynd af verðlauna­höf­un­um var varpað upp á tjald þegar til­kynnt var um verðlaun­in í morg­un. AFP/​Jon­ath­an Nackstrand

„Verðlauna­haf­arn­ir lögðu sitt af mörk­um til þró­un­ar bólu­efna, á hraða sem hef­ur ekki áður þekkst, á meðan á einni mestu ógn við al­manna­heilsu stóð á síðari tím­um,” sagði í til­kynn­ingu frá dóm­nefnd­inni.

Kari­ko og Weissman fá af­henta eina millj­ón doll­ara hvor, eða 139 millj­ón­ir króna, við hátíðlega at­höfn í Stokk­hólmi, höfuðborg Svíþjóðar, 10. des­em­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert