Geyma koltvísýring á hafsbotni

Sviss hefur tekið fyrstu skrefin í átt að geymslu koltvísýrings. …
Sviss hefur tekið fyrstu skrefin í átt að geymslu koltvísýrings. Myndin sýnir jökul nærri Gletsch í Sviss sem hefur verið hulinn með einangrandi efni til að koma í veg fyrir að hann bráðni. AFP/Fabrice Coffrini

Sviss hefur tekið fyrstu skrefin að flutningi koltvísýrings úr landinu til geymslu á hafsbotni. Til stendur að hefja flutninga frá og með næsta ári. 

Skrefin voru tekin á vikulegum fundi stjórnvalda í Sviss nú í dag. Þar staðfestu yfirvöld umbót að Lundúna-frumskjalinu frá árinu 2009. 

„Frá og með 2024 verður okkur kleift að ferja koltvísýring til geymslu á hafsbotni,“ sagði í tilkynningu frá yfirvöldum. 

Af þeim þremur megingróðurhúsalofttegundum ber koltvísýringur 64% sök á hlýnun loftslagsins.

Verið er að prófa áfram aðferðir til þess að fanga og geyma koltvísýring til þess að hindra framgang loftslagsbreytinga af sökum gróðurhúsategunda.

Koltvísýringurinn er þannig fangaður í sérstökum verksmiðjum sem umbreyta honum í vökva til geymslu í á hafsbotni. 

Slíkar aðferðir eru til prófunar hér á landi.

„Varanleg geymsla á koltvísýringi er brýnt mál til þess að tryggja loftslagsmarkmið innan- sem og utanlands,“ sögðu svissnesk yfirvöld.

„Til að ná fram langtímamarkmiði okkar um losun gróðurhúsategunda mun Sviss þurfa að leita að geymslu erlendis. Ein slík lausn er að losa koltvísýringinn á hafbotni erlendis.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert