Síðasti áratugur sá heitasti

Celeste Saulo, forstjóri Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, með ársskýrslu stofnunarinnar fyrir árið 2023 …
Celeste Saulo, forstjóri Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, með ársskýrslu stofnunarinnar fyrir árið 2023 á blaðamannafundi í Genf í Sviss í dag. AFP

Alþjóðaveðurfræðistofnunin staðfesti í dag að hitamet hefðu fallið unnvörpum um allan heim á síðasta ári og að áratugurinn 2014 til 2023 hefði verið sá heitasti sem um getur frá því byrjað var að halda slíkar skrár. 

Þá sagði stofnunin í ársskýrslu sinni, að ístap helstu jökla heimsins á síðasta ári hefði verið það mesta sem hafi mælst. 

„Jörðin er að senda frá sér neyðarkall,“ sagði Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og bætti við að skýrslan sýndi að mengun af völdum jarðefnaeldsneytis valdi sívaxandi loftslagsóreiðu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert